Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

92. fundur 02. mars 2016 kl. 11:30 - 11:30 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 92

 

Miðvikudaginn 2. mars 2016 kl. 17.00 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps í Ásgarði. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir, Gunnar Leó Helgason og skipulags-og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson.                                                                                         Fyrir hönd hreppsnefndar sat fundin Guðný G. Ívarsdóttir sem ritaði  fundargerð.

 

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

Skipulagsmál

 

01.  Tekin var fyrir tillaga að breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps samkvæmt 36. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin tekur til að landnotkun breytist á tveimur svæðum, annars vegar  mun 0,5 ha. af svæði frístundabyggðar ( F15c) breytast í athafnasvæði (A2) og hins vegar  0,4 ha. svæði landbúnaðar sem breytist einnig í athafnasvæði (A2). Starfsemi á athafnasvæðunum tengist tveim borholum með heitt vatn. Lýsingin var tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar 25. janúar og engar athugasemdir bárust

 

Afgreiðsla:  Lagt er til að hreppsnefnd samþykki tillögu að aðalskipulagsbreytingunnni  og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun breytingartillöguna til athugunar s.b.r. 30.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna s.b.r. 31.gr. sömu laga.

 

 

02.  Janis Garavaldi kt. 140475-3359 og Gabriele Falco kt. 190373-2589 eigendur fasteignarinnar Fálkahreiður lnr. 219789 í landi Flekkudals óska eftir að skráningu hússins verði breytt úr frístundahúsi í íbúðarhús. Vísað er til upphaflegrar umsóknar þar sem óskað var eftir leyfi til að byggja íbúðarhús.

 

Afgreiðsla: Samþykkt að breyta skráningu í samræmi við staðfest deiliskipulag.

 

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið kl.  17.30

 

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 Gunnar Leó Helgason

 

______________________________           _________________________________