Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

95. fundur 06. júlí 2016 kl. 19:06 - 19:06 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 95

 

Miðvikudaginn 6. júlí 2016 kl. 18.00 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Gunnar Leó Helgason, Maríanna H. Helgadóttir og skipulags-og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson. 

Fyrir hönd hreppsnefndar sat fundin Guðný G. Ívarsdóttir sem ritaði  fundargerð.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

1. Sigurbjörn Hjaltason kt. 100658-5429 Kiðafelli 2 og Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir                     kt. 181181-4439 Langholtsvegi 174, 104 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja gestahús við íbúðarhúsið á Kiðafelli 2. Húsið er 24,3 m2 úr timbri byggt á steyptum þverveggjum.

 

Afgreiðsla: Samþykkt til grenndarkynningar.

Afgreiðslugjald:

 

2. Emelía Ágústsdóttir kt. 260560-5149 Vesturhópi 33, 240 Grindavík sækir um leyfi til að stækka sumarhús sitt á lóðinn nr. 36 við Norðurnes í landi Möðruvalla. Stækkunin sem er byggð úr timbri nemur 47,1 m2 byggt er á steyptar súlur.

 

Afgreiðsla: Samþykkt til grenndarkynningar.

Afgreiðslugjald:

 

3. Pétur Friðriksson kt. 110260-4749 Æsufelli 4, 111 Reykjavík sækir um leyfi til að koma fyrir tveimur niðurgröfnum 29,6m2 gámum á lóð sinni númer 13 a við Meðalfellsveg. Erindið hefur verið grenndarkynnt. Engar athugasemdir bárust.

 

Afgreiðsla: Samþykkt..

Afgreiðslugjald:

 

4.  Louise Bassigny kt. 071190-4639 Garðaflöt 37, 210 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni nr. 4 við Stampa í landi Háls. Húsið er 143,4 m2 úr timbri á steinsteyptum sökkulveggjum.

 

Afgreiðsla: Frestað, samræmist ekki deiliskipulagi.

Afgreiðslugjald:

 

 

Skipulagsmál:

 

01.  Tekin var til endanlegrar afgreiðslu aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagstillaga vegna hitaveituframkvæmda í landi Möðruvalla samkvæmt 2.málsgr.32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulagsbreytingin var samþykkt í sveitarstjórn Kjósarhrepps 3. mars 2016

og fól hún í sér  tvenns konar breytingu á landnotkun:  Annars vegar var   0,5 ha. sem skilgreint er sem  frístundasvæði breytt í athafnasvæði merkt  A2 á sveitarfélagsuppdrætti og hinsvegar 0,4 ha. landbúnaðarsvæði  var skilgreint sem  athafnasvæði merkt A3.

 

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir  einni lóð með tveimur byggingareitum (A2 og A3)  fyrir athafnastarfsemi í landi Möðruvalla. Starfsemin tengist tveim borholum með heitt vatn. Á athafnasvæði A2 er gert ráð fyrir borholuhúsi, gasskilju í sívölum stáltank og allt að 100 m2 dælu- og aðstöðuhúsi. Á athafnasvæði A3 verður einungis gert ráð fyrir borholuhúsi. Aðkoma er frá Meðalfellsvegi.                                                                                                                                  Deiliskipulagstillagan var samþykkt í sveitarstjórn Kjósarhrepps  7. apríl 2016.

 Aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagstillagan voru auglýstar í Morgunblaðinu og       Lögbirtingablaðinu 20 apríl 2016   og var gefin kostur á að gera athugasemdir við  tillögurnar til 3. júní  2016.

Engar athugasemdir bárust á umsagnartímanum og leggur því skipulagsnefnd til að sveitarstjórn sendi samkvæmt 3.málsgr.32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 aðalskipulagsbreytinguna til Skipulagsstofnunar til athugunar og að fela skipulagsfulltrúa samkvæmt 3.málsgr.41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010  að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar að auglýsa tillöguna í B-deild stjórnartíðinda.

 

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir fundi og var honum slitið.

Fundi lauk kl. 18.50

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

                                                                            Gunnar Leó Helgason

Maríanna H Helgadóttir

                                                                         _________________________________                        

_______________________________