Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

96. fundur 15. ágúst 2016 kl. 09:13 - 09:13 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 96

 

 

Miðvikudaginn 15 ágúst 2016 kl. 17.30 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Gunnar Leó Helgason og skipulags-og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson. 

Fyrir hönd hreppsnefndar og sem varamaður í bygginganefnd sat fundin Guðný G. Ívarsdóttir sem einnig ritaði  fundargerð.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

1. Louise Bassigny  kt. 071190-4639 Garðaflöt 37,  210 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni nr. 4 við Stampa í landi Háls.lnr 199317.  Húsið er 135,6 m2 úr timbri á steyptum undirstöðum.

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

2. Rb-hús ehf. kt. 471113-1230, Álfkonuhvarfi 59, Kópavogi sækir um leyfi til að byggja frístundahús á lóð sinni nr. 28 við Eyjatún í landi Eyja 1 lnr.211621 . Húsið er byggt úr timbri 102 m2 á steyptum undirstöðum.

 

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um lagfæringu á byggingarlýsingu.

 

3. Kristín Björk Michelsen kt. 060655-2199, Melabraut 23, Seltjarnarnesi sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóðinni nr. 24 við Eyrar í landi Meðalfells lnr.126244. Húsið er timburhús

byggt á steyptum súlum. Grunnflötur hússins er 106 m2. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust.  

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

4.  Kjósarveitur kt. 59011-1340, Ásgarði, 276 Kjósarhreppi sækja um leyfi til að byggja á borholusvæði í landi Möðruvalla, lnr.2355862:

a.Aðstöðu- og dæluhús sem er sem er 95 m2 timburhús á steyptum undirstöðum  klætt með lárétti bárujárnni ásamt 20,6 m2 sívalri gasskilju  úr stáli.

b. Borholuhús á hitaveitusvæðinu sem merkt er MV19 á yfirlitsuppdrætti . Húsið er 17,3 m2 úr timbri byggt á steyptum undirstöðum og klætt er með gráu liggjandi bárujárni.

c.Borholuhús á hitaveitusvæðinu sem merkt er MV24 á yfirlitsuppdrætti . Húsið er 17,3 m2 úr timbri byggt á steyptum undirstöðum og klætt er með gráu liggjandi bárujárni.

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

5. Kjósarveitur kt. 59011-1340, Ásgarð,i 276 Kjósarhreppi sækja um leyfi til að byggja

dælustöð í landi Meðalfells fyrir innan Hjarðarholt.  Húsið er 19,4 m2 úr timbri byggt                         á steyptum undirstöðum og klætt er með gráu liggjandi bárujárni.

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

 

6.Elvar Ólafsson kt. 160257-2669 og Helga Sóley Sch. Alfreðsdóttir kt. 021061-4769 Tröllakór 6 203 Kópavogi sækja um leyfi til að byggja viðbyggingu við vélageymslu á lóð sinni við Dælisárveg nr. 13 í landi Meðalfells. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða liggur fyrir.

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

 

Skipulagsmál:

01.  Ásta Sólveig Andrésdóttir lögfræðingur  hjá Direkta óskar eftir fyrir hönd eiganda Árbrautar 7a í að stofnuð verði ný lóð úr landi Grjóteyrar  lnr.126053 sem verði svo síðar skeytt við lóðina Árbraut 7a. Lagt er fram lóðarblað dags. 13.07 2016 unnið af Eflu verkfræðistofu.

Afgreiðsla: Málið kynnt en afgreiðslu frestað.

 

 

Fleirri mál lágu ekki fyrir fundi og var honum slitið.

Fundi lauk kl. 18.30.

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

                                                                            Gunnar Leó Helgason

 Guðný G Ívarsdóttir                                                                    _________________________________          --------------------------------------------