Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

98. fundur 07. nóvember 2016 kl. 11:05 - 11:05 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 98

 

Mánudaginn 7. nóvember 2016  kl. 17.30 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G. Oddur Víðisson, Gunnar Leó Helgason. Maríanna H. Helgadóttir og skipulags-og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson. 

Fyrir hönd hreppsnefndar sat fundinn Guðný G. Ívarsdóttir sem einnig ritar  fundargerð.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

1. Dagbjört Guðmundsdóttir kt. 040650-2029, Vesturbergi 122, 111 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 36,1 m2 sumarhús á lóð sinni nr 21A við Flekkudalsveg (fn. 235-1899) í landi Eyja 1. Húsið er bjálkahús byggt á steyptum þverveggjum.

Afgreiðsla: Frestað.

 

2.  Viðar Sýrusson kt. 030658-7879, Heiðarhjalla 17, 200 Kópavogi, sækir um leyfi til að stækka sumarhús sitt á lóðinni nr. 6 við Hlíð (fn. 208-6329) í  landi Meðalfells. Stækkunin nemur ca. 15 m2 til suðurs. Viðbyggingin er úr timbri og byggt á tréstaurum.

Afgreiðsla: Samþykkt til grenndarkynningar.

 

3. Guðmundur Þorbjörnsson kt. 300749-7719, Lerkiás 13, 210 Garðabæ sækir um leyfi til að stækka sumarhús sitt á lóðinni nr. 5  við Eyrar úr landi Meðalfells lnr 126185. Stækkunin nemur 39,1 m2 til austurs. Viðbyggingin er úr timbri og byggð á steyptum súlum. (Grenndarkynning liggur fyrir)

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

 

4. Byggingafélagið Nýhús ehf kt. 610415-0240, Háholti 14, 270 Mosfellsbæ óskar eftir leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni nr 2 í við Austurbakkaveg í landi Flekkudals lnr. 221028. Húsið er 54 m2 timburhús byggt á steyptum undirstöðum.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

5. Snjallhús kt. 570506-0640 Bæjarhrauni 80, 220 Hafnarfjörður sækja um leyfi til að stækka sumarhús sitt nr. 7 við Stampa í landi Háls lnr. 199320. Stækkunin felur í sér að neðri hæð hússins verður stækkuð um u.þ.b. 60 m2.

Afgreiðsla: Frestað.

 

6. Helga Ólafsdóttir  kt. 070161-3469, Víkurströnd 12 Seltjarnarnesi sækir um leyfi til að stækka sumarhús sitt nr. 5 við Flekkudalsveg í landi Eyja 1(fn.208-5796). Viðbyggingin er 48,1 m2  byggt úr timbri á steyptum undirstöðum.

Afgreiðsla: Frestað.

 

Skipulagsmál:

01.    Rafn Sigurðsson kt. 020440-3179 og Pálína G. Óskarsdóttir kt: 081245-4019 óska eftir því við Hreppsnefnd Kjósarhrepps að frístundahúsið Meðalfellsvegur 3a  (fn. 208-6296) verði skráð sem íbúðarhús og lóðin sem íbúðarhúsalóð.  Málinu var vísað til  umsagnar Vegagerðarinnar og hún liggur fyrir.                                                                   

       Afgreiðsla: Húsið uppfyllir skilyrði um íbúðarhús samkvæmt reglugerð. Fyrir liggur samþykki landeigenda um að lóðin er af kvóta jarðarinnar Meðalfells og í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að fækka skuli aðreinum að húsinu í eina aðrein.

 

 

02.  Lóa Sigríður Hjaltested 020858-2069, Karfavogi 43, 104 Reykjavík óska eftir því við hreppsnefnd Kjósarhrepps að frístundahúsið Flekkudalur nr. 1, (fn. 232-7261) verði skráð sem  íbúðarhús og lóðin íbúðarhúsalóð.

Afgreiðsla: Synjað. Samræmist ekki aðalskipulagi

 

Fleirri mál lágu ekki fyrir fundi og var honum slitið kl 19:10  GGÍ

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

Maríanna H Helgadóttir                                  Gunnar Leó Helgason

 

                                                                         _________________________________