Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

99. fundur 28. nóvember 2016 kl. 18:47 - 18:47 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 99

 

Mánudaginn 28. nóvember 2016  kl. 17.30 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G. Oddur Víðisson, Gunnar Leó Helgason. og skipulags-og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson. 

Fyrir hönd hreppsnefndar og sem varamaður  sat fundinn Guðný G. Ívarsdóttir sem einnig ritar  fundargerð.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

1.       Snjallhús kt. 570506-0640 Bæjarhrauni 80, 220 Hafnarfjörður sækja um leyfi til að stækka sumarhús sitt nr. 7 við Stampa í landi Háls lnr. 199320. Stækkunin felur í sér að neðri hæð hússins verður stækkuð um u.þ.b. 60 m2. Samræmist deiliskipulagi.

 

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um að teikningar verði lagfærðar.

Afgreiðslugjald:

 

2.       Helga Ólafsdóttir  kt. 070161-3469, Víkurströnd 12 Seltjarnarnesi sækir um leyfi til að stækka sumarhús sitt nr. 5 við Flekkudalsveg í landi Eyja 1 lnr. 125976  Viðbyggingin er 48,1 m2  byggt úr timbri á steyptum undirstöðum. Samræmist deiliskipulagi.

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

Afgreiðslugjald:

 

3.      Björn Steindórsson Kt. 250771-3989 Hjallavaði 1 110 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 28 m2 geymslubyggingu við frístundahúsið Blönduholt 53 lnr. 125931. Byggingin er úr timbri á steyptum súlum. Lóðin er á deiliskipulögðu svæði.

 

Afgreiðsla: Samþykkt

Afgreiðslugjald:

 

4.      Ómar Erlingsson kt.090370-3329  Breiðahvarfi 1 203 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja frístundahús á lóð sinni nr. 3 við Gíslagötu Lnr.199300  í landi Háls. Húsið er 66 m2 að grunnfleti úr timbri með einnar halla þaki. Undirstöður og neðri hæð eru steinsteypt. Samræmist deiliskipulagi.

 

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um að afsetning sé í samráði við byggingarfulltrúa.

Afgreiðslugjald:

 

 

5.      Sæbjörn Kristjánsson kt. 190147-2749 Miklubraut 52 105 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja frístundahús á lóð sinni  Stekkur 4 lnr. 206592 í landi Neðri Háls. Húsið er 52 m2 að grunnfleti, tvílyft timburhús byggt á steyptum undirstöðum. Grenndarkynnt.

 

 

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um að uppfæra grunnmynd.

Afgreiðslugjald:

 

 

Skipulagsmál:

 

 

Tekið var fyrir erindi Ástu Sólveigu hjá Direkta lögfræðiþjónustu dags 31 október 2016.

 Í erindinu er óskað eftir viðbrögðum Kjósarhrepps umsögn um lóðirnar Ósbraut 3 og 5 í landi Grjóreyrar og veg sem liggur að lóðunum.

 

Afgreiðsla: Málið kynnt og vísað til  lögmanns Kjósarhrepps.

 

 

Afgreiðslugjald:

 

 

Fundi slitið kl 18:30 GGÍ

 

 

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

Guðný G. Ívarsdóttir                                       Gunnar Leó Helgason

 

                                                                         _________________________________