Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

101. fundur 01. mars 2017 kl. 10:31 - 10:31 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 101

 

Miðvikudaginn 01.03. 2017  kl. 17.30 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Gunnar Leó Helgason, Maríanna H. Helgadóttir og skipulags-og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson.

G. Oddur Víðisson boðaði forföll.

Fyrir hönd hreppsnefndar og sem varamaður  sat fundinn Guðný G. Ívarsdóttir sem einnig ritar  fundargerð.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

1.      Sigurður Sveinn Jónsson kt. 070962-4119, Langholtsvegi 141, 104 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni númer 56 við Norðurnes í landi Möðruvalla. Húsið er 73,8 m2 timburhús byggt á steyptum undirstöðum.

Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist deiliskipulagi.

 

 

2.      Einar Hafliði Einarsson kt. 201056-3739 Þingási 23, 110 Reykjavík sækir um leyfi til að endurbyggja bátaskýli í landi Meðalfells fyrir hönd lóðarhafa Hjarðarholtsvegar 3, 4, 13, 21, 23, 27 og 29. Bátaskýlin verða byggð eftir sömu teikningu og þau skýli sem urðu eldi að bráð síðastliðið sumar.

Afgreiðsla: Frestað.

 

Skipulagsmál:

 

01.

Tekin var til umfjöllunar sbr.2 mgr. 23 gr.skipulagslaga nr.123/2010 verkefnislýsing fyrir breytingu á svæðisskipulagi að ósk Svæðisskipulagsnefndar Höfuðborgarsvæðisins.

Um er að ræða fyrstu breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðins 2040. Kjósarhreppur er ekki hluti af samkomulagi SSH um Borgarlínu

Hrafnkell Á. Proppé kom á fundinn og fylgdi erindinu eftir.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd að svo komnu máli við framlagða lýsingu. Skipulagsnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja lýsinguna og minnir á að við skipulagningu á samgöngum sé mikilvægt að horfa til heildamyndar svæðisskipulagsins.

 

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

Guðný G Ívarsdóttir                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 Gunnar Leó Helgason

 

                                                                         _________________________________