Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

102. fundur 05. apríl 2017 kl. 19:31 - 19:31 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 102

 

Miðvikudaginn 05.04 2017  kl. 17.30 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G. Oddur Víðisson, Gunnar Leó Helgason og skipulags-og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson. 

Fyrir hönd hreppsnefndar og sem varamaður  sat fundinn Guðný G. Ívarsdóttir sem einnig ritar  fundargerð.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 Byggingarmál:

 

1.      Guðmundur Davíðsson kt. 020659-2119, Miðdal Kjós, 276 Mosfellsbæ lnr: 126371 sækir um leyfi fyrir 283 m2 viðbyggingu við fjósið í Miðdal. Gert er ráð fyrir stálgrindarhúsi klætt með samlokueiningum. Haughús er undir stærstum hluta hússins.

 

Afgreiðsla: Samþykkt .

Afgreiðslugjald: 9,500,-

 

2.      Einar Hafliði Einarsson kt. 201056-3739, Þingási 23, 110 Reykjavík sækir um leyfi til að endurbyggja bátaskýli í landi Meðalfells fyrir hönd lóðarhafa Hjarðarholtsvegar 3, 4, 13, 21, 23, 27 og 29. Bátaskýlin verða byggð eftir sömu teikningu og þau skýli sem urðu eldi að bráð síðastliðið sumar. Lögð er fram lóðarteikning fyrir bátaskýlin, ásamt samþykki landeigenda.

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

Afgreiðslugjald: 9,500,-

 

3.      Sigríður Davíðsdóttir kt. 240356-5039 og Gunnar Guðnason kt. 020352-3969 Ljósalandi 16, 108 Reykjavík  óska eftir að fá breyta teikningum sem samþykkar  voru 03.10 2016 af  viðbyggingu  við sumarhúsið Heiðarás lnr: 17349 í landi Miðdals. Viðbyggingin er eftir breytingu 47,5 m2 úr timbri á steyptum stöpplum,

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

Afgreiðslugjald: 9.550,-

 

4.      Kristinn Ragnarsson kt. 121061-2799, Kópavogstúni 1,2 200 Kópavogi Sækir um leyfi til að stækka frístundahús/gestahús sitt á lóðinni nr. 24 við Flekkudalsveg í landi Eyja 1.

Stækkunin er u.þ.b. 8 m2 úr timbri og byggð á steyptum súlum.

 

Afgreiðsla: Samþykkt samræmist deiliskipulagi.

Afgreiðslugjald: 9.550,-

 

 

5.      Eggert Þór Jónsson kt 2101723789 og Þóra Jónsdóttir kt 020674-5129            Goðheimum 16,  104 Reykjavík sækja um leyfi til að stækka sumarhús sitt nr. 1 við Eyrar lnr.126183 í landi Meðalfells. Viðbyggingi er 46 m2 úr timbri á steyptum undirstöðum.

 

Afgreiðsla: Samþykkt til grenndarkynningar.

Afgreiðslugjald: 9.550,-

 

 

6.      Kotasææla ehf. kt. 611111-0290, Höfðatúni 12,  105 Reykjavík sækja um leyfi til að breyta húsi í landi Hvamms ( Mhl. 11). Um er að ræða endurbyggingu eldra húss sem áður hýsti búfénað og hlöðu. Hluti hússins verður innréttaður sem sýningarsalur fyrir listsýningar og tilheyrandi rými.

                 

 

Afgreiðsla: Samþykkt, skráningu húsnæðis verði breytt.

Afgreiðslugjald: 9.550,-

 

Skipulagsmál:

 

01.

Tekin var fyrir umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdarleyfi vegna efnistöku úr árfarvegi í Þverár í landi Hækingsdal. Efnistakan er að hámarki 45,000 m3

Afgreiðsla. Frestað.

 

02. Tekin var til afgreiðslu fyrirspurn um afstöðu skipulagsnefndar vegna fyrirhugaðrar stækkunar sumarhúss við Eyjavík 9 í landi Eyjar 2. Lóðin er á deiliskipulögðu svæði og er þessi stækkun ekki í samræmi við skipulagið. Óskað er eftir að eftir að skipulagsbreytingin verð afgreidd sem óveruleg  breyting á deiliskipulagi. Oddur vék af fundi.

Afgreiðsla: Neikvætt  tekið í erindið.

 

Fundi slitið kl 19:19 GGÍ

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

Guðný G Ívarsdóttir                                        Gunnar Leó Helgason

 

                                                                         _________________________________