Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

103. fundur 31. maí 2017 kl. 16:57 - 16:57 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 103

 

Miðvikudaginn 31.05 2017  kl. 17.30 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G. Oddur Víðisson, Gunnar Leó Helgason,  og skipulags-og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson. 

Fyrir hönd hreppsnefndar og sem varamaður  sat fundinn Guðný G. Ívarsdóttir sem einnig ritar  fundargerð.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

1.      Kotasæla ehf. kt. 611111-0290 Höfðatúni 12 105 Reykjavík sækja um leyfi til að endurbyggja og breyta gamla íbúðarhúsinu á Hvammi ( Mhl. 03). Breytingin felur í sér að  húsið er múrklætt að utan, kvistur er byggður á norðurhlið og allar lagnir og frárennsli endurnýjað.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um uppfærðar teikningar.

Afgreiðslugjald:

 

2.      Kotasæla ehf. kt. 611111-0290 Höfðatúni 12 105 Reykjavík sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka gömlu þjónustumiðstöðina (Mhl. 12 ) í Hvammsvík.

Byggingin er skráð 74 m2 hjá Þjóðskrá en verður eftir breytingu 95,0 m2

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um uppfærðar teikningar.

Afgreiðslugjald:

 

3.      Guðmundur Örn Magnússon kt. 020492-2529 Fjallalind 137 sækir um leyfi til að byggja 29,7 m2 gestahús á lóð sinni nr. 26 við Hlíð í landi Meðalfells Lnr. 126223. Uppdrátturinn sýnir líka drög  að sumarhúsi  á lóðinni sem ekki er endanlega hönnun. Erindið hefur verið grenndarkynnt.

Afgreiðsla: Frestað.

Afgreiðslugjald:  

 

4.      Guðmundur Örn Jónsson kt. 121159-2959 Erluási 6 221 Hafnarfirði Sækir um leyfi til að byggja 101,1 m2 sumarhús og 28,3 m2 gestahús á lóð sinni nr. 3 við Eyjatún. Húsin eru hefðbundin timburhús á steyptum sökkli.

Afgreiðsla: Frestað.

Afgreiðslugjald:

 

5.      Snjallhús kt. 570506-0640 Bæjarhrauni 20 220 Hafnarfjörður sækir um breytingu frá áður samþykktum teikningum á lóð sinni Stampar 7 í landi Háls.

Breytingin felur í sér að steyptur kjallari og efri hæð er stækkað til vesturs. Grunnflötur hússins verður 78,9 m2 og 451,7 m3.

Einnig er sótt um leyfi til að koma fyrir tveimur gámum við hlið hússins sem grafnir verða í jörðu.

Afgreiðsla: Samþykkt.

Afgreiðslugjald:

 

6.      Panarama Glass Lodge ehf. kt.670516-0160 Löngumýri 37 210 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja 22,2 m2 sumarhús á lóð sinni nr. 1 við Miðbúð í landi Eyrar. Húsið er byggt úr timbri og stáli og hvílir á steyptum þverveggjum.

Afgreiðsla: Samþykkt.

Afgreiðslugjald:

 

7.      Pétur Guðjónsson  og Berta S. Jónsdóttir Bæ 1 óska eftir umsögn  bygginganefndar um byggingu vélageymslu á jörðinni. Fram kemur að fyrirhugað er að húsið standi nokkru neðar en íbúðarhúsið og leitast verði við að að fella það að umhverfinu sem kostur er.

Fyrirhuguð vélageymsla er 360 m2 að grunnfleti og 5,2 m á hæð.

Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið

Afgreiðslugjald:

 

8.      Kjósarveitur kt. 590115-1340 óska eftir að stofnuð verði lóð undir dælustöð í landi Háls og að samþykkt verði 17,3 m2 dæluhús á lóðinni. Húsið er timburhús á steyptum undirstöðum.

Afgreiðsla: Samþykkt.

Afgreiðslugjald: 9.550,-

 

Skipulagsmál:

01.

Tekin var til umfjöllunar að ósk sveitarstjórnar breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017. Með breytingunni er gert ráð fyrir aðefnistökusvæði E22 verði fært úr farvegi Laxár í farveg Þverár við Hækingsdal. Magn efnis úr námunni er allt að 45,000 m3. Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofa hafa veitt umsögn um fyrirhugaða efnistöku og er lýsing svæðis og umhverfisáhrif að nokkru byggt á henni.

Afgreiðsla: Lagt til að sveitarstjórn afgreiði aðalskipulagsbreytinguna sem óverulega og sendi hana ásamt rökstuðningi samkvæmt 36.gr. skipulagslaga nr.123/2010

 

02. Tekin var fyrir samkvæmt 2.mgr. 40.gr skipulagslaga nr.123/2010 drög að deiliskipulagslýsingu vegna breyttrar landnotkunar í landi Eilífsdals. Í lýsinguni  kemur fram að „markmið með deiliskipulaginu sé að afmarka annars vegar  íbúðarhúsalóð og hinnsvegar alifugla- og fjárhúsalóð og móta umgjörð um  breytta notkun á alifuglahúsi, en til stendur að taka það undir ferðaþjónustu.“

Afgreiðsla: Lagt er til að sveitarstjórn auglýsi drögin að deiliskipulagslýsingunnni og sendi þau  til skoðunar hjá Skipulagsstofnun samkvæmt 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010

 

 

03. Tekið var fyrir erindi frá Guðmundi Davíðssyni og Svanborgu Magnúsdóttur þar sem óskað er eftir umsögn Skipulagsnefndar að breyta hluta landsvæðis sem skráð er sem frístundasvæði í landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.

Afgreiðsla: Lagt er til við  sveitarstjórn að hún samþykki aðalskipulagsbreytingu..

Fundi slitið kl 19:30

Undirskrift fundarmanna:   

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

Guðný G. Ívarsdóttir                                       Gunnar Leó Helgason

 

                                                                         _________________________________