Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

108. fundur 18. janúar 2018 kl. 19:34 - 19:34 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 108

 

Fimmtudaginn 18 janúar  2018  kl. 17.30 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G. Oddur Víðisson, Gunnar Leo Helgason, Maríanna H. Helgadóttir og Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags-og byggingarfulltrúi. 

Fyrir hönd hreppsnefndar situr   Guðný G. Ívarsdóttir fundinn  og ritar  fundargerð.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

Í upphafi fundar komu þau Hafsteinn Einarsson frá PWC ásamt Arnhildi Pálmadóttur frá arkitektastofunni Darkstudio og kynntu fyrir skipulagsnefnd hugmynd að uppbyggingu verslunar og þjónustu  á Þúfu í Kjós.  

 

01.  Ragnar Guðmundsson kt. 311254-4649 Bárugötu 19,  300 Akranesi sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni nr, 22 við Stampa í landi Háls lnr. 199335. Húsið er 168,7 m2 timburhús á steyptum undirstöðum. Óskað hefur verið eftir  að bygginganefnd endurskoði afstöðu sína.

Afgreiðsla: Synjað

 

Skipulagsmál:

01.  Kristinn Ragnarsson arkitekt óskar eftir breytingu á deiliskipulagi í landi Háls Raðahverfi.

Óskað er eftir breytingunni fyrir hönd eiganda Stampa 5, Haraldar Karls Reynissonar og Stampa 13, Guðna Birgis Sigurðssonar. Óskað er eftir að texta um hámarksstærð húsa verði breytt.

Núverandi skilmálar segja: Hámarksstærð frístundahúsa er 400  m3 að meðtöldu fylgihúsi.Hámarksstærð fylgihúsa er 150 m3.

 

Nýr texti verður: Hámarksstærð frístundahúsa er 160 m2 að meðtöldu fylgihúsi. Hámarksstærð fylgihúsa er 30 m2.

Að öðru leiti gilda sömu skilmálar.

Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið.

 

02.  Kristján Finnsson Grjóteyri óskar  eftir að lóðin Árbraut 14 verði stækkuð eins og kemur fram á lóðarblaði.

Afgreiðsala: Frestað.

 

03.  Þorkell Hjaltason óskar eftir að stofnuð verði 5216 m2 lóð úr landi Kiðafells.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um samþykki landeigenda.

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

Jón Eiríkur Guðmundsson                              Gunnar Leo Helgason 

 

 ________________________________           _________________________________

G. Oddur Víðisson                                            Maríanna H. Helgadóttir

 

                                                                         ___________________________________