Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

117. fundur 08. október 2018 kl. 23:15 - 23:15 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 117

 

Mánudaginn 8. október 2018  kl. 17.30 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Gunnar Leo Helgason, Maríanna H. Helgadóttir, G. Oddur Víðisson formaður nefndarinnar og Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags-og byggingarfulltrúi.  Fyrir hönd hreppsnefndar situr Guðný Ívarsdóttir

 

Fundargerð ritaði: Maríanna H. Helgadóttir.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

 

1.      Stefán Ragnar Jónsson kt. 100847-7369 Vogatungu 25 200 Kópavogi sækir um leyfi til að stækka sumarhús sitt við Flekkudalsveg nr. 4. Lnr. 125961 í landi Eyja 1. Stækkunin er til austurs og nemur 20,2 m2. Byggt er úr timbri á steyptum súlum. Deiliskipulag liggur fyrir.

 

Afgreiðsla: Synjað, samræmist ekki deiliskipulagi.

 

Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

 

2.      Sverrir Jóhann Sverrisson kt. 090365-3479 Fagradal 9 190 Vogum sækir um leyfi til að byggja 39,9 m2 gestahús/geymslu á lóð sinni nr. 28 við Hjarðarholtsveg í landi Meðalfells lnr. 126337. Húsið er timburhús á steyptum undirstöðum.

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

 

3.      Hrím ehf. kt. 520109-0640,  Garðstaðir 52 112 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumar- og gestahús á lóð sinni nr. 10 við Nesveg í landi Flekkudals.  Sumarhúsið er 131,2 m2 og gestahúsið 55,1 m2. Undirstöður eru steyptar.  Deiliskipulag liggur fyrir.

 

Afgreiðsla: Synjað, samræmist ekki deiliskipulagi.

 

           Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

 

 

Skipulagsmál:

 

 

1.      Eigendur Þúfu, Yue Li Melissa Pang, kt. 290985-4129 og Birch Capital, kt. 580316-0850 lögðu fram landskiptagerð á landi Þúfu og óskuðu eftir formlegri afgreiðslu á erindinu.

 

Afgreiðsla:Landeigendur Þúfu þurfa að leggja fram skriflegt samþykki aðliggjandi eiganda jarða/lóða, þar sem um er að ræða hnitasettan uppdrátt.

 

G.Oddur Víðisson vék af fundi.

 

2.      G.Oddur Víðisson, kt. 220564-4359, Litlu-Tungu, óskar eftir minniháttar breytingu á deiliskipulagi fyrir Litlu Tungu. Óskað er eftir að  byggingareitir á gildandi deiliskipulagi sem er í tveimur hlutum verði að einum, ásamt því að hann er stækkaður, sbr. uppdrátt.

 

Afgreiðsla: Samþykkt, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

Jón Eiríkur Guðmundsson                              Gunnar Leo Helgason 

 

 

 ________________________________           _________________________________

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 G. Oddur Víðisson

 

 

                                                                         ___________________________________