Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

119. fundur 03. desember 2018 kl. 17:30 - 17:30 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 119

 

Mánudaginn 3. desember  2018  kl. 17.30 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Gunnar Leo Helgason, Maríanna H. Helgadóttir, Oddur Víðisson formaður nefndarinnar og Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags-og byggingarfulltrúi. Maríanna H. Helgadóttir ritaði fundargerð.

 . 

Fyrir hönd hreppsnefndar situr Guðný Ívarsdóttir.

 

 Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum: 

 

1.      Jacobina Jensen, kt. 090275-2169, Núpalind 8, 201 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja sumarhús og  30 m2 geymslubyggingu á lóð sinni nr. 4 við Hvammsbraut í landi Háls, lnr. 199312. Sumarhúsið er rishús 66,5 m2 að grunnfleti, birt flatarmál 95 m2. Húsin eru byggð úr timbri á steyptum undirstöðum.

      Deiliskipulag liggur fyrir.

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

           Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

 

2.      Þórhallur Andrésson, kt. 021058-6109 og Sigríður Thorsteinsson, kt. 161158-4619 Lækjarási 1, 210 Garðabæ sækja um leyfi til að stækka sumarhús sitt  við Möðruvelli 14, lnr.126449.  Stækkuninn nemur um 180 m2 og er að hluta til á þremur hæðum. Neðri hæð er úr steinsteypu  en annað er úr timbri.

 

Afgreiðsla: Frestað.

           Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

3.       Árni Bragason, kt. 290167-8599, Hrólfskálamel 5, 170 Seltjarnarnesi sækir um leyfi til að byggja 153,3 m2 sumarhús með innbyggðri bílageymslu við Stampa 20 í landi Háls, lnr. 199333. Húsið er timburhús byggt á steyptum undirstöðum. Deiliskipulag liggur fyrir.

Afgreiðsla:Samþykkt með fyrirvara um lagfærðar teikningar.

           Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

G. Oddur Víðisson víkur af fundi vegna liðar 4.

4.       G. Oddur Víðisson, kt. 220564-4369, Litlu-Tungu, Kjósarhreppi leggur fram uppfærða aðaluppdrætti dags. 3. desember 2018, vegna lokaúttektar að íbúðarhúsinu Litlu Tungu, lnr.192832.

Afgreiðsla: Samþykkt.

Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

5.      Ferðaþjónustan Hjalla ehf., kt. 420506-2520, Hjalla, 276 Kjósarhreppi sækir um leyfi til að breyta fjárhúsi (Mhl.06) í 138,3 m2 íbúðarhús og fjárhúshlöðu (Mhl 10) í geymslubyggingu. Byggingarnar eru og verða úr steinsteypu og timbri og eru undirstöður steyptar.

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

Skipulagsmál:

 

01.  Lagður var fram tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dags. 21. nóvember 2018, þar sem lögð var fram ósk Skipulagsstofnunar um lagfærð gögn vegna staðfestingar Aðalskipulags Kjósarhrrepps 2017-2029. Einnig var lagt fram tillaga að viðbrögðum sveitarstjórnar unnum af skipulagsráðgjöfum Eflu (áður Steinsholt) sem kynnt hefur verið Skipulagsstofnun. Að lokinni þeirri kynningu sem fór fram á fundi skipulagsfulltrúa og fulltrúum Skipulagsstofnunar, 3. desember 2018, sendi stofnunin sveitarstjórn í tölvupósti, dags. 3. desember 2018, ábendingar um smávægilegar lagfæringar.

 

Lagt er til við sveitarstjórn að farið verði að tilmælum Skipulagsstofnunar og að hún óski eftir að stofnunin staðfesti Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029 sbr.3. mgr.32. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og auglýsi hana í B-deild Stjórnartíðinda.

 

02.  Tekin var til afgreiðslu óveruleg breyting á áður samþykktu deiliskipulagi frístundabyggðar í Nesi í landi Flekkudals  Kjósarhreppi. Breytingin tekur til hliðrunar og stækkunar byggingareita á Nesvegi 8 og 10. Að öðru leyti haldast núgildandi skilmálar óbreyttir.

 

Lagt er til að sveitarstjórn samþykki breytinguna.

 

03.  Tekin var til afgreiðslu ósk lóðarhafa að Miðbúð 5 um að auka byggingarmagn á núgildandi lóð í allt að 240 m2.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að breyta almennum skilmálum fyrir íbúðahúsalóðir við Miðbúð þannig að nýtingarhlutfall geti orðið að hámarki 0,05. Byggingareitir óbreyttir. Að öðru leyti haldast núgildandi skilmálar óbreyttir. Lagt er til að sveitarstjórn samþykki breytinguna.

 

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

 

Jón Eiríkur Guðmundsson                              Gunnar Leo Helgason 

 

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 Oddur Víðisson