Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

120. fundur 29. janúar 2019 kl. 18:00 - 18:00 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 120

 

Þriðjudaginn 29 janúar 2019  kl. 18.00 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Gunnar Leo Helgason, Elís Guðmundsson, Oddur Víðisson formaður nefndarinnar og Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags-og byggingarfulltrúi og ritar hann  fundargerð.

 

Fyrir hönd hreppsnefndar situr Karl Magnús Kristjánsson.  

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

Skipulagsmál:

 

01.   Elín Þórisdóttir arkitekt óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Óskað er eftir að lóðin Möðruvellir 14 landnr. 126449 sem nú er skráð sem frístundalóð verði breytt í íbúðarhúsalóð. Lóðin liggur að iðnaðarsvæðinu I2 sem er lóð Hitaveitu Kjósarhrepps.

 

Lagt er til að sveitarstjórn heimili lóðarhafa að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu, á eigin kostnað.

 

 

02.  Ellert Gíslason kt. 070662-2489 óskar eftir að Þorláksstaðavegur 5 verði breytt úr frístundalóð í íbúðarhúsalóð samkvæmt Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029

 

Jákvætt tekið í erindið.Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir allt skipulagssvæðið, á eigin kostnað.

 

03.  Lóa Sigríður Hjaltested óskar eftir að lóðin Flekkudalur 1 verði breytt úr frístundalóð í íbúðarhúsalóð samkvæmt Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029.

 

Jákvætt tekið í erindið.Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu      að deiliskipulagi fyrir lóðina, á eigin kostnað.

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

Jón Eiríkur Guðmundsson                              Gunnar Leo Helgason 

 

 ________________________________           _________________________________

 

Elís Guðmundsson                                           Oddur Víðisson

 

                                                                         ___________________________________