Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

122. fundur 26. mars 2019 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 122

 

Þriðjudaginn 26 mars 2019  kl. 17.00 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Gunnar Leo Helgason, Maríanna H. Helgadóttir , G. Oddur Víðisson formaður nefndarinnar og Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags-og byggingarfulltrúi. Maríanna H. Helgadóttir ritar fundargerð.

 . 

Fyrir hönd hreppsnefndar situr Karl Magnús Kristjánsson.  

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

 

1.      Jóhann Gísli Hermannsson,  kt. 150161-4529, Álfheimum 3, 104 Reykjavík  óskar eftir að byggja nýtt sumarhús á lóð sinni nr. 3 við Hvamm í landi Hvamms lnr 126110 og  fjarlægja gamalt hús sem fyrir er á lóðinni. Sumarhúsið er 71,9 m2 hefðbundið timburhús byggt á steyptum súlum. Heildarmagn mannvirkja á lóð verður 101,7 m2

Samþykkt.

 

2.      Arngrímur Arngrímsson, kt. 131288-2399, Laufbrekku, Reykjavík óskar eftir að leyfi til að byggja / flytja timburhús á lóð sína við Snorravík í landi Eyrarkots lnr. 227278.

Húsið er 80,1 m2 hefðbundið timburhús byggt á steyptum þverveggjum.

Frestað.

 

3.      Jón Þór Einarsson, kt. 070254-2129, og Sjöfn Kristjánsdóttir, kt. 190963-5359, Sólvallagötu 11, 101 Reykjavík óska eftir leyfi til að byggja sólskála yfir heitann pott á lóð sinni nr. 6 við Meðalfellsveg í landi Meðalfells. Skálinn er byggður úr timbri og gleri og á steypta stöppla.

Synjað, samræmist ekki aðalskipulagi.

 

4.      Fyrirspurn um uppbygginu að Nesvegur 6 í landi Flekkudals.

Frestað.

 

5.      Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu á Búðasandi í landi Háls.

Afgreiðsla:Samkvæmt aðalskipulagi Kjósarhrepps frá 2017 – 2019 segir:

“Þegar sótt er um framkvæmdaleyfi skal gera grein fyrir stærð efnistökusvæðis, áætluðu efnismagni, vinnslutíma og frágangi efnistökustaðar að vinnslutíma loknum.“ Landeigendur skulu um sækja um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.

 

 

Skipulagsmál:

 

01.  Elín Þórisdóttir arkitekt óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Ennfremur leggur hún fram deiliskipulag fyrir lóðina Möðruvellir 14 landnr. 126449 sem í kjölfar aðalskipulagsbreytingar  verði íbúðarhúsalóð. Lóðin sem er 3,37 ha  liggur að iðnaðarsvæðinu I2 sem er lóð Hitaveitu Kjósarhrepps með aðkomu frá Meðalfellsvegi.

Lagt er til að sveitarstjórn afgreiði aðalskipulagsbreytinguna sem óverulega og feli skipulagsfulltrúa að afla umsagna og auglýsa deiliskipulagstillöguna samkv. 40.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

 

02.  Ellert Gíslason fyrir hönd lóðarhafa Þorláksstaðavegi, lóðir 1-5, leggur er fram nýtt deiliskipulag sem við Þorlákstaðaveg þar sem eldra deiliskipulag gerði ráð fyrir fimm lóðum fyrir frístundahús hefur verið breytt í lóðir fyrir íbúðarhús.

Aðkoma frá Þorlákstaðarvegi er óbreytt frá fyrra skipulagi en skipulagssvæðið verið stækkað og lóðir nr. 3,4 og 5 verið stækkaðar til austurs.

Lagt er til að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að afla umsagna og auglýsa deiliskipulagstillöguna samkv. 40.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

 

03.  Landlínur fyrir hönd Lóu Sigríðar Hjaltested leggja fram lóðarblað af lóðinni  Flekkudalur 1, lnr. 219788. Húsið er á landbúnaðarlandi og óskað er eftir að breyta skráningu lóðarinnar úr frístundahúsi í íbúðarhús.

Lagt er til að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að afla umsagna og grenndarkynna tillöguna samkv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

04.  Guðrún Sigtryggsdóttir og Hermann Jónasson leggja fram lóðarblað og greinargerð  af lóðinni Litla Þúfa -Viðbót fastanr. 231-5669 sem skráð er sem frístundalóð en óskað hefur verið eftir að breyta lóðinni í íbúðarhúsalóð.

Lagt er til að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að afla umsagna og grenndarkynna tillöguna samkv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

Jón Eiríkur Guðmundsson                              Gunnar Leo Helgason 

 

 

 ________________________________           _________________________________

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 G. Oddur Víðisson

 

 

                                                                         ___________________________________