Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

125. fundur 27. júní 2019 kl. 18:00 Ásgarðsskóli
Nefndarmenn
  • G. Oddur Víðisson formaður
  • Gunnar Leo Helgason
  • Elís Guðmundsson
  • Sigurður H. Ólafsson Skipulags-og byggingarfulltrúi
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti hreppsnefndar
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ólafsson Skipulags-og byggingarfulltrúi

Maríanna H. Helgadóttir boðaði forföll og Elís Guðmundsson kom inn sem varamaður

Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum.


1.Flekkudalsvegur 21 a, í landi Eyja 1 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu frístundahúss. 

Dagbjört Guðmundsdóttir, kt. 040650-2029, Lækjarási 1, 210 Garðabæ óskar eftir leyfi til að byggja 36,1 m² frístundahús við Norðurnes Flekkudalsveg 21a, L222364.
Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

2. Hlíð 46, í Eilífsdal- Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frístundahús. Petrún Jörgensen, kt. 231053-2559, Hjallabraut 35, 220 Hafnarfirði óskar eftir leyfi til að byggja 62,9 m² viðbyggingu við frístundahús við Hlíð 46, L126271.
Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

3. Stapagljúfur 1, í landi Morastaða - Umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu einbýlishúss á tveimur hæðum. Karen Pease, kt. 300680-3999, Brekkutanga 12, 270 Mosfellsbæ óskar eftir leyfi til að byggja 308,4 m² einbýlishús á tveimur hæðum við Stapagljúfur 1, L211787.
Afgreiðsla: Samþykkt. Er í samræmi við gildandi deilsikipulag „Stapaglúfur úr landi Morastaða Kjósahreppi“, samþykktu þann 14.12.2014

4. Hlíð 3, í Eilífsdal - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frístundahús. Stella Petra Hálfdánardóttir, kt. 180848-4959, Klapparstíg 7, 101 Reykjavík, óskar eftir leyfi til að byggja 32,7 m² viðbyggingu við frístundahús við Hlíð 3, L126196.
Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

5. Árbraut 8 – í landi Grjóteyrar. Umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu frístundahúss. Ásgeir Þórðarson, kt. 160465-5149, Breiðhóli 22, 245 Sandgerði óskar eftir leyfi til að endurbyggja 60,0 m² frístundahús við Árbraut 8, L126068.
Afgreiðsla: Frestað.

Skipulagsmál:

1. Kiðafell, Sigurbjörn Hjaltason – Ósk um stofnun lóðar fyrir íbúðarhús í landi Kiðafells lnr. 126143. Frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.

2. Þorláksstaðavegur – Tillaga að breytingu deiliskipulags. Trípólí arkitektar, fyrir hönd lóðarhafa Þorlákstaðavegar 5, leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Þorláksstaðaveg.
Afgreiðsla: Frestað.

G. Oddur víkur af fundi undir liðum 3 og 4 og sæti tekur Karl Magnús varamaður.

3. Þúfukot, gistiskáli – Mál frá fundi nr. 123, dags. 02.05.2019 Dap ehf, kt. 550310-0490, Litla-Tunga, 276 Kjós, sækir um leyfi til að byggja gistiskála í matshluta 02 sem er íbúðarhús á Þúfukoti. Ennfremur er sótt um leyfi til að rífa matshluta 05 sem er skráð sem geymsla. Farið hefur fram grenndarkynning og barst ein athugsemd. Skipulagsnefnd telur framkomna athugasemd ekki vera ástæðu til synjunar.
Afreiðsla: Samþykkt.

4. Nýja- Kot, breytt nýting húss. Signý Höskuldsdóttir, kt. 101084-2489, óstaðsett í húsi, 276 Kjós, óskar eftir að lóð hússins Nýja-Kots, lnr. 213977, úr landi Þúfukots sem nú er skráð sem frístundalóð, verði breytt í lóð fyrir íbúðarhús. Frestað mál frá fundi þann 02.05.2019. Borist hefur bréf með athugasemdum, frá eiganda Þúfukots, vegna framagreinds erindis.
Afgreiðsla: Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna umsækjanda athugasemdirnar.

G. Oddur tekur aftur sæti í nefndinni.

Önnur mál:

- Fyrirkomulag funda.
- Viðvera og símatími skipulags- og byggingarfulltrúa.