Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

128. fundur 31. október 2019 kl. 18:00 Ásgarði
Nefndarmenn
  • Maríanna H. Helgadóttir formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Magnús Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti sat fundinn
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Maríanna H. Helgadóttir verður formaður, Magnús Kristmannsson verður varaformaður og Elís Guðmundsson verður ritari.

Skipulagsmál: Á fundi hreppsnefndar þann 8. október 2019 voru eftirtaldir samþykktir sem aðalmenn í skipulags- og byggingarnefnd: Maríanna H. Helgadóttir, Magnús Kristmannsson og Elís Guðmundsson. Eftirtaldir voru samþykktir sem varamenn: 1) Þórarinn Jónsson, 2) Davíð Örn Guðmundsson og 3) Sigríður Klara Árnadóttir.

Nefndin skipti með sér verkum:

Skipulagsmál:  

1. Deiliskipulag Birkihlíð– Tillaga unnin af Studio Arnhildur Pálmadóttir.

Studio Arnhildur Pálmadóttir, fyrir hönd lóðarhafa Birkihlíðar L218849, leggur fram tillögu að deiliskipulagi í landi Þúfukots. Frestað mál frá 124. fundi.

Afgreiðsla: Almenn hefur verið mörkuð sú stefna, samkvæmt tilmælum Skipulagsstofnunnar, að deiliskipuleggja ekki einstaka lóðir. Til að hægt sé að byggja íbúðarhús á lóðinni, þarf m.a. að liggja fyrir samþykktur og viðurkenndur vegur að lóðinni.

Karl Magnús Kristjánsson vék af fundi.

2.    Deiliskipulag Flekkudalur – Tillaga unnin af Eflu, verkfræðistofu.

Efla verkfræðistofa, fyrir hönd eigenda, leggur fram tillögu að deiliskipulagi í landi Flekkudals fyrir lóðinar Flekkudalur 9, 10, 11, 12 og 13.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.    Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur – Skipulagslýsing.

Lögð er fram skipulagslýsing vegna breytingar á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, Kjósarhreppi, þar sem fram koma fyrirhuguð uppbyggingaráform á um 5 ha svæði.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send til umsagnar Skipulagsstofnunar og viðeigandi umsagnaraðila.

4.    Hvalfjarðareyri – Framkvæmdaleyfi.

Landeigendur á Hvalfjarðareyri, sækja um leyfi til að ýta í skurð á norður- granda Hvalfjarðareyrar, til að hindra frekara landbrot.

Afgreiðsla: Samþykkt að veita framkvæmdaleyfi, þar sem um minniháttar tilfærslu á efni er að ræða og framkvæmdir fari fram utan varptíma.

Byggingarmál:

1.    Þorláksstaðavegur 1, L126299 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir að færa núverandi sumarhús lengra til norðurs á lóðinni og að byggja 26,0 m² viðbyggingu. Samtals yrði þá byggingin 63,4 m². Nýtingarhlutfall eftir stækkun er 0,015.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin sem samrýmast nýsamþykktu deiliskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist og nýsamþykkt deiliskipulag hefur öðlast gildi.

2.    Hlíð 23, L126221 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 30,7 m² viðbyggingu við frístundahús. Samtals yrði byggingin eftir stækkun 190,4 m². Nýtingarhlutfall eftir stækkun er 0,01.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

3.    Bugðuós 2, L126368 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

4.    Eyjatún 21, L211599 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 67,7 m² frístundahúsi. Nýtingarhlutfall verður 0,036.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin sem samræmast gildandi deiliskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

5.    Norðurnes 50, L126428 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 100,1 m² frístundahúsi. Nýtingarhlutfall yrði 0,037.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

Önnur mál: 

-      Norðurnes 75, L225571 – Fyrirspurnum um notkun þurrgáma sem endurnýtanlegt byggingarefni til byggingar frístunda. Jákvætt tekið í erindið.