Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

129. fundur 05. desember 2019 kl. 18:00 - 19:15 Ásgarði
Nefndarmenn
  • Maríanna H. Helgadóttir formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Magnús Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti sat fundinn
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Skipulagsmál:

1.    Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur – Skipulagslýsing.

Skipulagslýsing vegna breytingar á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, þar sem fram koma fyrirhuguð uppbyggingaráform á um 5 ha svæði, hefur hlotið lögformlegt auglýsingarferli í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fram komu umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 20.11.19. og frá Umhverfisstofnun, dags. 27.11.19.

Afgreiðsla: Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna umsagnirnar fyrir landeiganda og hafa til hliðsjónar í deiliskipulagsvinnunni sem framundan er.

Byggingarmál:

1.    Dælisárvegur 7, L126177 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 73,3m² stækkun við frístundahús. Samtals yrði byggingin eftir stækkun 133,3 m². Nýtingarhlutfall eftir stækkun er 0,053.

Afgreiðsla: Synjað. Nýtingarhlutfall skv. aðalskipulagi skal ekki vera hærra en 0,03. 

2.    Flekkudalsvegur 21, L125974 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir um 9 m² stækkun við frístundahús. Samtals yrði byggingin eftir stækkun 99,9 m².

Nýtingarhlutfall eftir stækkun er 0,065.

Afgreiðsla: Synjað. Nýtingarhlutfall skv. aðalskipulagi skal ekki vera hærra en 0,03. 

3.    Þúfa 18, L194484 – Umsókn um byggingarleyfi vegna 46,5 m² færanlegs bogahúss á frístundalóð.

Afgreiðsla: Synjað. Nýtingarhlutfall skv. aðalskipulagi skal ekki vera hærra en 0,03.

Önnur mál: 

Blönduð byggð í „Litlabæjar- landi“ – Fyrirspurn um að breyta skipulagi svæðisins í blandaða byggð.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að í gildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir að blanda saman frístundabyggð og íbúðarhúsabyggð.