Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

130. fundur 30. janúar 2020 kl. 19:00 - 20:50 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Maríanna H. Helgadóttir formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Magnús Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti sat fundinn.
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ólafsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Skipulagsmál:


1.    Deiliskipulag Flekkudalur– Tillaga unnin af Eflu, verkfræðistofu. - 1911005

Efla verkfræðistofa, fyrir hönd eigenda, leggur fram tillögu að deiliskipulagi í landi Flekkudals fyrir lóðinar Flekkudalur 9, 10, 11, 12 og 13. Tillagan hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að hreppsnefnd samþykki deiliskipulagstillöguna í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.    Eyjar I - Eyjatún 27, L211783 – Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu. - 2001026
Afgreiðsla: Neikvætt tekið í erindið, þar sem svæðið sem um ræðir er í frístundabyggð.

3.    Flekkudalsvegur 21, L125974 2001027 - Óskað er eftir endurupptöku umsóknar um byggingarleyfi fyrir um 9 m² stækkun við frístundahús, skv. tölvupósti dags. 21.01.2020. Samtals yrði byggingin eftir stækkun 99,9 m². Nýtingarhlutfall eftir stækkun er 0,065.
Nýtingarhlutfall skv. aðalskipulagi skal ekki vera hærra en 0,03.
Afgreiðsla: Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.

4.    Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. - 2001028

Lokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 29. nóvember 2019 breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040.
Afgreiðsla: Afgreiðslu frestað.

5.   Þúfa, L126493, Deiliskipulagfyrirspurn. - 2001029

Studio Arnhildur Pálmadóttir f.h. eiganda Þúfu hafa lagt fram drög að staðsetningu gistingaeininga og veitingaþjónustu í fyrirhuguðu deiliskipulagi.
Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið.

Byggingarmál:

6.    Norðurnes 73, L217141 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 40 feta og 20 feta gámum, frá tímabilinu 6. desember 2019 til 5. Júní 2020.
Afgreiðsla: Samþykkt.

Önnur mál:

Melbær í landi Miðdals, L126372 - Ósk um breytta skráningu á sumarhúsalóð (L 126372) úr landi Miðdals, þ.e. breyta skráningunni í íbúðarhúsalóð sem fær heitið Melbær, skv. meðfylgjandi lóðarblaði. Einnig er sótt um stækkun lóðar.
Afgreiðsla: Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fara yfir málið með umsækjanda.

Erindisbréf skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps -
Afgreiðsla: Lagt var fram drög að erindisbréfi skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps.