Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

131. fundur 02. mars 2020 kl. 18:00 - 20:21 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Maríanna H. Helgadóttir formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Magnús Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti sat fundinn
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:


Skipulagsmál:

1.    Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

Lokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040. Óskað er eftir afgreiðslu sveitarstjórnar á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 ásamt umhverfisskýrslu.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingar á svæðisskipulaginu og leggur til að hreppsnefnd afgreiði erindið á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 105/2006.

2.    Breyting á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Nýtingarhlutföll m.a.

Hreppsnefnd felur skipulags og byggingarnefnd að skoða hvort gera megi minniháttar breytingu á aðalskipulagi með tilliti til nýtingarhlutfalls á eldri sumarhúsalóðum.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd mun leggja til verklagsreglur sem nái til undanþáguákvæða á bls. 11 í greinargerð aðalskipulags, sem tekur til „lítilla eldri húsa á litlum lóðum“.

3.    Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur.

Lögð fram tillaga frá Landmótun að breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, sem samþykkt var þann 28. ágúst 2000. Breytingasvæðið nær yfir um 2,8 ha svæði í landi Hvammsvíkur í Hvalfirði. Fyrirhugað er að byggja heitar sjóbaðslaugar og tilheyrandi aðstöðu fyrir gesti baðanna, svo sem búningsaðstöðu fyrir allt að 70 manns, veitingasölu og bílastæði fyrir um 50 bíla og 2-3 hópferðabíla

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að hreppsnefnd auglýsi deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.    Flekkudalsvegur 21, L125974 – Vísað til skipulags- og byggingarnefndar af hreppsnefnd.

Afgreiðsla: Frestað.

5.    Melbær í landi Miðdals, L126372 - Ósk um breytta skráningu á sumarhúsalóð (L 126372) úr landi Miðdals, þ.e. breyta skráningunni í íbúðarhúsalóð sem fær heitið Melbær, skv. meðfylgjandi lóðarblaði. Lögð fram umsögn Veðurstofu Íslands, dags. 2. mars 2020.

Afgreiðsla: Lagt er til að eigandi lóðarinnar láti gera hættumat, í samræmi við umsögn Veðurstofu Íslands.

Byggingarmál:

6.    Vatnsbakkavegur 10, L228626 - Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 80 m² frístundahúsi ásamt 22 m² gestahúsi sem flutt verður tilbúið á staðinn. Lóðin er 5.012 m² að stærð. Nýtingarhlutfall er því samtals 0,020.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um deiliskipulagið Flekkudalur, Kjósarhreppi sem samþykkt var í Hreppsnefnd 4. febrúar 2020, öðlist gildi. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

7.    Vindás 14, L228557 – Sótt er um að byggja 43,6 m² gestahús samkvæmt

meðfylgjandi gögnum. Deiliskipulag liggur fyrir.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

8.    Vindás 15, L228558 – Sótt er um að byggja 43,6 m² gestahús samkvæmt

meðfylgjandi gögnum. Deiliskipulag liggur fyrir.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Maríanna vék af fundi kl.19:30.

9.    Lækjarbraut 2, L195244 – Sótt er um að byggja 200 m² skemmu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Nýtingarhlutfall verður samtals 0,019.

Afgreiðsla: Byggingaráformin samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

Maríanna kom aftur 19:40.

10.  Möðruvellir 14, L126449 - Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 319 m² frístundahúsi skv. Meðfylgjandi gögnum. Deililskipulag liggur ekki fyrir, en lóðin er skilgreind í aðalskipulagi á svæði F15c.

Afgreiðsla: Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.

11.  Melbær í landi Miðdals, L126372 – Fyrirspurn er varðar byggingu 98 m² íbúðarhúss á lóðinni.

Afgreiðsla: Frestað.

Önnur mál:

-      Erindisbréf skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps.

Afgreiðsla: Athugasemdir við erindisbréf verða sendar Hreppsnefnd.

-      Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.

Fundargerð 92. fundar, dags 21. 02. 2020.

Afgreiðsla: Lagt fram.