Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

133. fundur 30. apríl 2020 kl. 17:30 - 20:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Maríanna H. Helgadóttir formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Magnús Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti sat fundinn
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ólafsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Skipulagsmál:

1.    Deiliskipulag fyrir Þúfu – Skipulagslýsing.

Skipulagslýsingu vegna vegna vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði VÞ6 á um 5 ha svæði á landi Þúfu, hefur hlotið lögformlegt auglýsingarferli í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fram komu umsagnir frá Skipulagsstofnun, Náttúrufræðistofnun og frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ein athugasemd barst frá almenningi.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna umsagnirnar fyrir landeiganda og hafa til hliðsjónar í deiliskipulagsvinnunni sem framundan er.

2.    Eyjar 1 – fyrirspurn um aðalskipulagsbreytingu og breytta landnotkun.

Fyrirspurn vegna Eyjatún 27 um möguleika á að breyta áður fyrirhugaðri frístundabyggð í landbúnaðarland.

Afgreiðsla: Neikvætt tekið í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við landeiganda.

3.    Deiliskipulag Flekkudalur.

Auglýst hefur verið tillaga að deiliskipulagi í landi Flekkudals fyrir lóðirnar Flekkudalur 9, 10, 11, 12 og 13, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og Umhverfisstofnun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerir ekki athugasemdir, en bendir á nauðsin þess að í því sé kveðið á um vatnsöflun, aðkomu og flóttaleiða, ásamt vatnsverndun. Vegagerðin gerði ekki athugasemdir. Engar athugasemdir bárust frá almenningi. Skipulagsfulltrúi kom athugasemdunum/umsögnunum á framfæri við skipulagsráðgjafana til efnislegrar úrvinnslu.

Afgreiðsla: Frestað. Nefndin hefur farið yfir framkomnar umsagnir og telur að bregðast þurfi við þeim. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja því eftir.

4.    Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur.

Auglýst hefur verið tillaga frá Landmótun að breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, sem samþykkt var þann 28. ágúst 2000. Fram komu umsagnir frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Engar athugasemdir hafa borist frá almenningi, en frestur til að gera athugasemdir rennur út 30. apríl 2020.

Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að mikilvægt sé að að skilgreina það sem segir í greinargerð aðalskipulags Kjósarhrepps; þ.e. hvað sé átt við með orðalaginu „til eigin nota“ og hver skilningur sveitarstjórnar sé á orðalaginu „minniháttar efnistaka“.

Afgreiðsla: Nefndin hefur farið yfir framkomnar umsagnir. Það er skilningur nefndarinnar að „til eigin nota“ sé átt við efnistöku til notkunar í landinu sem um ræðir og sé ekki til sölu. „Minniháttar efnistaka“ er átt við allt að 1.000 m³ og allt að 1ha. Nefndin leggur til að hreppsnefnd samþykki deiliskipulagstillöguna, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Byggingarmál:

1.    Eyjatún 2, L211579 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 67,9 m² frístundahúsi. Nýtingarhlutfall verður 0,0317.

Afgreiðsla: Frestað. Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.

2.    Flekkudalsvegur 3, L125955 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 56,8 m² viðbyggingu við eldra hús, matshluti 01, skv. meðfylgjandi uppdráttum. Samtals yrði byggingin eftir stækkun 95,5 m². Deiliskipulag liggur fyrir.

Afgreiðsla: Byggingaráformin samþykkt.

3.    Þjónustuhús við Reynivallakirkjukgarð, L126458 - Sótt er um 60,0 m² nýbyggingu,  þjónustuhús við Reynivallakirkjugarð, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Umrætt svæði ódeiliskipulagt, en er skilgreint í aðalskipulagi S2 – samfélagsþjónusta. Byggingaráform samþykkt. Nefndin fellur frá grenndarkynningu, sbr. 44. gr. skipulagslaga, enda metur hún það svo að sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.