Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

134. fundur 04. maí 2020 kl. 18:00 - 19:00 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Magnús Kristmannsson formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Þórarinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti sat fundinn
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ólafsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Byggingarmál: 

1.    Lækjarbraut 2, L195244 – Sótt er um að byggja 200 m² skemmu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Nýtingarhlutfall á lóð verður samtals 0,019. Byggingaráformin voru samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar. Niðurstaða grenndarkynningar lögð fram.

Afgreiðsla:

Lóðin er á svæði sem skilgreint er íbúðasvæði ÍB3 samkvæmt aðalskipulagi.

Tvær athugasemdir bárust í kjölfar grenndarkynningar. Nefndin telur innkomnar athugasemdir ekki gefa tilefni til synjunar. Erindið er samþykkt, samræmist aðalskipulagi.