Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

135. fundur 18. maí 2020 kl. 18:00 - 18:30 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Magnús Kristmannsson formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Þórarinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti sat fundinn
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ólafsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Byggingarmál:

  1. Lækjarbraut 2, L195244 - Sótt er um að byggja 200 m² skemmu. Erindið var samþykkt á 134. fundi 4. maí 2020. Erindið er tekið upp að nýju, þar sem í ljós kom að ágreiningur er milli tveggja aðila um eignarhald á 25 ha. landsspildu austan Lækjarbrautar. Annar aðilinn (A) hafði fengið senda grenndarkynningu, en hinn ekki. Sá aðili (B) sem ekki hafði fengið grenndarkynningu hefur móttekið grenndarkynningu.

Afgreiðsla:

Lóðin er á svæði sem skilgreint er íbúðasvæði ÍB3 samkvæmt aðalskipulagi.
Umsögn barst frá áður tilgreindum aðila B, í kjölfar grenndarkynningar.
Nefndin telur innkomna umsögn ekki gefa tilefni til synjunar.
Erindið er samþykkt, samræmist aðalskipulagi.