Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

137. fundur 25. júní 2020 kl. 17:00 - 18:00 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Þórarinn Jónsson varamaður
  • Davíð Örn Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigríður Klara Árnadóttir vara oddviti sat fundinn.
  • Einnig sat fundinn Helena Ósk Óskarsdóttir tæknifulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ólafsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Skipulagsmál:

1.    Umsókn um stofnun lóðar úr landi Eyja 2.

Ósk um stofnun lóðar fyrir íbúðarhús úr landi Eyja 2, lnr.125987. Frestað frá síðasta fundi.

Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.

2.    Breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar í landi Móa.

Skipulagsuppdráttur ásamt greinargerð vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 í landi Móa lögð fram til umsagnar.

Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við breytingu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.

3.    Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.   

Drög að breytingartillögu lögð fram til umsagnar.

Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við breytingu aðalskipulags Reykjavíkur.

4.    Breyting á deiliskipulagi Háls. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að

byggingarreitum á lóð númer 9 við Hálsenda fjölgar frá einum í tvo. Þar með verður heimilt að reisa tvö frístundahús á lóðinni. Engar breytingar eru gerðar á öðrum skipulags- og byggingarskilmálum.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til að hreppsnefnd auglýsi deiliskipulagstillöguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og telur að heimilt sé að falla frá gerð lýsingar skipulagsverkefnisins sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga, enda liggi allar megin forsendur deiliskipulagstillögunar fyrir í aðalskipulagi.

Byggingarmál:

1.    Hjarðarholtsvegur 18, L126328 – Umsókn um niðurrif.

Afgreiðsla: Samþykkt.

2.    Miðbúð 3 og 4, L210761 – Fyrirspurn um byggingu bátaskýlis 35m² að flatarmál.

Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið. Óskað eftir nánari gögnum.

3.    Norðurnes 73, L217141 – Umsókn um stöðuleyfi.

Afgreiðsla: Samþykkt.

4.    Möðruvellir 14, L192259 – Umsókn um stækkun núverandi sumarhús um 31 m².

Afgreiðsla: Byggingaráformin samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

5.       Meðalfellsvegur 8, L126169 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 81,4 m² frístundahúss skv. meðfylgjandi uppdráttum, dags. 19.06.2020.

Afgreiðsla: Byggingaráformin samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.