Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

140. fundur 29. október 2020 kl. 18:00 - 19:30 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Maríanna H. Helgadóttir formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Þórarinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti sat fundinn
  • Sigurður H. Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður byggingar- og skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Helena Ósk Óskarsdóttir Aðstoðarmaður byggingar- og skipulagsfulltrúa

Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Skipulagsmál:

1.   Umsóknir um stofnun lóða – Hjalli, L126099
Óskað er eftir stofnun þriggja lóða og breytingu stærðar á einni lóð.

Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.

2.  Umsókn um landskipti – Blönduholt, L125911 
Umsókn um landskipti.

Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.

3.   Deiliskipulag frístundabyggðar við Sandsá, Eyjar II .
Lögð fram breytt tillaga að áður auglýstu deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga. Erindi var síðast á dagskrá á fundi 139.
Í uppfærðri greinargerð deiliskipulagsins hefur verið komið til móts við þær umsagnir sem bárust frá opinberum aðilum. Athugasemdir bárust frá almenningi, þar sem í megin atriðum er mótmælt frekari uppbyggingu og þéttingu sumarhúsabyggðarinnar við Meðalfellsvatn. Umrætt svæði er í Aðalskipulagi skilgreint undir frístundabyggð. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkjabreytta tillögu þar sem helgunarsvæði vegna hitaveitulagnar verði amk 6 metrar. 
Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar samanber 4. mgr. 41. gr.

Byggingarmál:

1.    Hamrar 4, L126226 Umsókn um byggingarleyfi fyrir 173,8 m2 frístundarhúsi skv. meðfylgjandi uppdráttum 10.05.2013. Nýtingarhlutfall 0,035.

Afgreiðsla: Synjað. Samræmist ekki aðalskipulagi.

2.    Eilífsdalur 6, L227851 Umsókn um byggingarleyfi fyrir 104,1 m2 frístundarhúsi skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 14.10.2020. Nýtingarhlutfall 0,016.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar

3.    Hlíð 15, L126215 Umsókn um byggingarleyfi fyrir 39,9 m2 viðbyggingu við frístundarhús skv. meðfylgjandi uppdráttum 17.07.2015. Heildarmagn bygginga eftir viðbyggingu er 91,6 m2 Nýtingarhlutfall 0,02.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

4.    Eyjar II – Fyrirspurn um breytta notkun húsnæðis.

Breyting á fjárhúsi í húsnæði undir matvælaframleiðslu.
Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið

Önnur mál:

1.    Gjaldskrá Kjósarhrepps –Lagt fram.