Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

141. fundur 01. desember 2020 kl. 18:00 - 19:30 Ásgarði
Nefndarmenn
  • Maríanna H. Helgadóttir formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Magnús Kristmannsson meðstjórandi
Starfsmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti sat fundinn
  • Sigurður H. Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður byggingar- og skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður byggingar- og skipulagsfulltrúa

Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Skipulagsmál:

1. Breyting á aðalskipulagi í landi Eyrarkots - Skipulagslýsing

Lögð fram skipulagslýsing, dags. 22.09.2020 á breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 á landnotkun í landi Eyrarkots. Lýsingin hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna umsagnirnar fyrir landeiganda.

2. Deiliskipulag frístundabyggðar í Flekkudal

Lögð fram breytt tillaga að áður auglýstu deiliskipulagi í landi Flekkudals fyrir lóðinar Flekkudalur 9, 10, 11, 12 og 13. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var síðast á dagskrá fundar 133. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerir ekki athugasemd, en bendir á nauðsyn þess að í því sé kveðið á um vatnsöflun, aðkomu og flóttaleiða, ásamt vatnsverndun. Vegagerðin gerði ekki athugasemdir. Engar athugasemdir bárust frá almenningi. Skipulagsfulltrúi kom umsögnunum á framfæri við skipulagsráðgjafana til efnislegrar úrvinnslu.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við umsögnum og athugasemdum á fullnægjandi hátt innan uppfærðs deiliskipulags. Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar samanber 4. mgr. 41. gr. Nefndin mælist því til þess við sveitarstjórn að málið verði samþykkt til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda. 

Byggingarmál:

1. Birkihlíð 1, L218849 Umsókn um byggingarleyfi fyrir 476,8 m2 einbýlishúsi skv. uppdráttum dags. 03.11.2020. Nýtingarhlutfall 0,0445.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

2. Ósbraut 5, L126055 fyrirspurn vegna niðurrifs geymslu og byggingar frístundarhúss skv. meðfylgjandi fyrirspurnaruppdráttum dags. 26.10.2020.

Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.

Önnur mál:

1. Sandslundur 9, L222160 Óleyfisframkvæmdir á lóð.

Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að ræða við eiganda um að fjarlægja þær byggingar sem byggðar hafa verið í óleyfi.

2. Landsskipulagsstefna –Lagt fram.

3. Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins – Lagt fram.