Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

142. fundur 21. desember 2020 kl. 18:00 - 18:45 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Magnús Kristmannsson meðstjórandi
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Þórarinn Jónsson varamaður
  • Maríanna H. Helgadóttir boðaði forföll.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir hreppsnefndarfulltrúi sat fundinn.
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fundargerð ritaði: Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa.

Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Skipulagsmál:

1.    Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur.

Lögð fram breytt tillaga frá Landmótun að áður auglýstri breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, sem samþykkt var þann 28. ágúst 2000.

Breytingasvæðið nær yfir um 2,8 ha svæði í landi Hvammsvíkur í Hvalfirði. Fyrirhugað er að byggja heitar sjóbaðslaugar og tilheyrandi aðstöðu fyrir gesti baðanna, svo sem búningsaðstöðu fyrir allt að 70 manns, veitingasölu og bílastæði fyrir um 50 bíla og 2-3 hópferðabíla.

Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Engar athugasemdir bárust frá almenningi. Skipulagsfulltrúi kom umsögnunum á framfæri við skipulagsráðgjafana til efnislegrar úrvinnslu.

Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að mikilvægt sé að skilgreina það sem segir í greinargerð aðalskipulags Kjósarhrepps; þ.e. hvað sé átt við með orðalaginu „til eigin nota“ og hver skilningur sveitarstjórnar sé á orðalaginu „minniháttar efnistaka“.

Það er skilningur hreppsnefndar að „til eigin nota“ sé átt við efnistöku í landinu sem um ræðir og sé ekki til sölu. Og að „Minniháttar efnistaka“ er átt við allt að 1.000 m³ og allt að 1 ha., sbr. bókun í fundargerð 214. fundar Hreppsnefndar þann 05.05.2020.

Þá var óskað eftir undaþágu hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frá 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Í greininni segir m.a. að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m. Féllst ráðuneytið á að veita undanþágu frá 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 vegna byggingar sjö baðlauga á byggingarreit A og allt að 300 fermetra búningsaðstöðu á byggingarreit B í samræmi við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur sem fylgdi erindi skipulagsfulltrúa Kjósarhrepps þann 25. ágúst 2020.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við umsögnum á fullnægjandi hátt innan uppfærðs deiliskipulags. Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkjabreytta tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

Byggingarmál:

1.    Eyrarkot - Snorravík, L227278 Umsókn um byggingarleyfi fyrir 76,4 m2 húsi, mhl. 02. 
skv. uppdráttum dags. 15.12.2020. Nýtingarhlutfall á lóð yrði samtals 0,01.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

2.    Lækjarbraut 4, L195245 Umsókn um byggingarleyfi fyrir að breyta hesthúsi, mhl. 02, í trésmíðaverkstæði og einning að byggja við það 130,8 m² bílgeymslu og „fjölskyldurými“ með heitum potti, skv. uppdráttum dags. 20.11.2020. Nýtingarhlutfall á lóð yrði samtals 0,0227.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

3.    Hjarðarholtsvegur 4, L126316 Umsókn um byggingarleyfi fyrir 91,8 m² viðbyggingu með tengigangi við núverandi sumarhús, mhl. 01, skv. uppdráttum dags. des.2020. Nýtingarhlutfall 0,078.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.