Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

143. fundur 21. janúar 2021 kl. 18:00 - 18:39 Ásgarði
Nefndarmenn
  • Maríanna H. Helgadóttir formaður
  • Magnús Kristmannsson meðstjórandi
  • Elís Guðmundsson ritari
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti boðaði forföll
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fundargerð ritaði: Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Skipulagsmál:

1.   Deiliskipulag frístundabyggðar í Flekkudal – umsögn Veðurstofu Íslands

Deiliskipulag í landi Flekkudals fyrir lóðinar Flekkudalur 9, 10, 11, 12 og 13 hefur öðlast gildi með auglýsingu í B- deild Stjórnartíðinda. Á dögunum barst umsögn Veðurstofu Íslands 5. og 19. janúar.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

2.    Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020 – 2024 - kynning

Afgreiðsla: Lagt fram.

Byggingarmál:

1.    Birkihlíð 1, L218849 Umsókn um byggingarleyfi fyrir 476,8 m2 einbýlishúsi skv. uppdráttum dags. 03.11.2020. Nýtingarhlutfall 0,0445. Grenndarkynningu er lokið. Athugasemd barst frá einum aðila.

Afgreiðsla: Megin inntak andmæla er að umræddur byggingarreitur sé inn á gildandi deiliskipulagi fyrir frístundabyggð. Athugasemdin sem barst er til þess fallin að synja ber erindinu. Tekið er tillit til athugasemda, erindi hafnað.

Önnur mál:

1.    Erindisbréf fyrir skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps Lögð fram drög að erindisbréfi skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja drögin að erindisbréfinu með fyrirvara um að ekki hafi borist athugasemdir frá nefndarmönnum fyrir kl 12:00 næstkomandi mánudag, 25. janúar.