Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

152. fundur 25. nóvember 2021 kl. 17:00 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Maríanna Hugrún Helgadóttir formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Sigurður Hilmar Ólafsson byggingafulltrúi
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir staðgengill sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Sigurður Hilmar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulagsmál:

1.Hvammsvík, breytt deiliskipulag fyrir 30 frístundalóðir

2104036

Á fundi sveitarstjórnar 7. júlí 2021 samþykkti sveitarstjórn Kjósarhrepps tillögu að breyttu deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur. Með bréfi dags. 4. nóvember 2021 komu fram nokkrar ábendingar frá Skipulagsstofnun um lagfæringar skipulagstillögunnar eftir samþykkt sveitarstjórnar. Nú hefur skipulagsráðgjafi lagfært skipulagstillöguna til samræmis við ábendingar Skipulagsstofnunar, ásamt því að kaflinn um minjar hefur verið uppfærður í samráði við Minjastofnun Íslands.


Niðurstaða:
Samþykkt
Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við umsögnum á fullnægjandi hátt innan uppfærðs deiliskipulags, ásamt því að fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar.
Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja uppfærða tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

2.Deiliskipulag, Eyrarkot

2104037

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúabyggð og nágrennis, dags. 26.04.2021, í landi Eyrarkots. hefur verið auglýst skv. 41 gr. skipulagslaga. Frestur til að skila athugasemdum var til og með 25. júní sl. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti, Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun. Ein athugasemd barst vegna vegtengingar. Skipulagsfulltrúi kom umsögnunum og athugasemd á framfæri við skipulagsráðgjafana til efnislegrar úrvinnslu. Til afgreiðslu er breyttur uppdráttur í samræmi við framkomnar umsagnir. Samkvæmt umsögn Minjastofnunar var farið fram á að fyrirliggjandi fornleifaskrá verði uppfærð og gerð verði svokölluð deiliskráning. Hún hefur nú farið fram.

Óskað var eftir undanþágu umhverfis- og auðlindaráðherra frá d. lið gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, er varðar fjarlægð bygginga frá stofnvegi á svæði (ÍB9b), með bréfi skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2021. Með bréfi þann 12. nóvember 2021, féllst ráðuneytið á veitingu undanþágunnar.

Niðurstaða:
Samþykkt
Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við umsögnum á fullnægjandi hátt innan uppfærðs deiliskipulags, ásamt því að fyrir liggur fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar.
Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja uppfærða tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

3.Breyting á aðal- og deiliskipulagi fyrir svæði 18a í landi Valdastaða

2110045

Skipulagslýsing vegna vegna vinnu við breytingu á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi fyrir svæði 18 í landi Valdastaða í Kjósarhreppi hefur verið auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fram komu umsagnir frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti, Vegagerðinni, Rarik, Veðurstofu Íslands, Veiðifélagi Kjósarhrepps og ein athugasemd barst frá almenningi.
Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna
umsagnirnar fyrir landeiganda og hafa til hliðsjónar í deiliskipulagsvinnunni sem framundan er.

4.Deiliskipulag á neðri hluta jarðarinnar Hvítaness

2109055

Skipulagslýsing vegna vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir neðri hluta jarðarinnar Hvítaness, hefur verið auglýst í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fram komu umsagnir frá Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni og Rarik. Umhverfisstofnun telur ekki þörf á umsögn.
Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna
umsagnirnar fyrir landeiganda og hafa til hliðsjónar í deiliskipulagsvinnunni sem framundan er.

5.Nýtt deiliskipulag í landi Flekkudals - Nesvegur 1, 3 og 5

2110048

Efla verkfræðistofa, fyrir hönd eigenda, leggur fram tillögu að deiliskipulagi, dags. 17.11.2021, fyrir lóðirnar Flekkudalur 1, 3 og 5 í landi Flekkudals.
Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til að Hreppsnefnd samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna og að heimilt verði að falla frá gerð lýsingar fyrir deiliskipulagsverkefnið, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi, sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga.

6.Nýtt deiliskipulag Sandslundar

2110056

Efla verkfræðistofa, fyrir hönd eigenda, leggur fram tillögu að nýju/breyttu deiliskipulagi Sandslundar í Kjósarhreppi, dags. 30.09.2021 . Um er að ræða lóðirnar Sandslundur 9-14.
Niðurstaða:
Frestað
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við skipulagshönnuð.
Byggingarmál:

7.Miðbúð 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2111022

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 36,7 m² bátaskýli, skv. aðaluppdráttum dags. 5. ágúst 2020
Niðurstaða:
Synjað
Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

8.Miðbúð 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2111020

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 47,8 m² íbúðarhúsi skv. aðaluppdráttum dags. 2. nóvember 2021.
Niðurstaða:
Synjað
Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

9.Árbraut 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2111002

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 75,0 m² frístundahúsi og niðurrifi á eldra húsi, skv. aðaluppdráttum dags. 31. oktber 2021.
Niðurstaða:
Synjað
Samræmist ekki aðalskipulagi.
Önnur mál:

10.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032

2111036

Til umsagnar og kynningar er vinnslutillaga á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum rennur út þriðjudaginn 30. nóvember 2021.
Niðurstaða:
Lagt fram
Nefndin gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

Fundi slitið.