Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

154. fundur 27. janúar 2022 kl. 17:00 - 18:30 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Maríanna Hugrún Helgadóttir formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Sigurður Hilmar Ólafsson byggingafulltrúi
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir staðgengill sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Sigurður Hilmar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulagsmál:

1.Nýtt deiliskipulag í landi Flekkudals - Nesvegur 1, 3 og 5

2110048

Tillaga að nýju deiliskipulagi í landi Flekkudals, fyrir lóðirnar Flekkudalur 1, 3 og 5, hefur verið auglýst skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að skila inn athugasemdum var til og með 24. janúar 2022. Engar athugasemdir bárust.
Jákvæðar umsagnir bárust frá Minjastofnun og Veðurstofunni og ábendingar frá Heilbrigðiseftirliti og Umhverfisstofnun. Skipulagsráðgjafi mun lagfæra skipulagstillöguna til samræmis við ábendingar Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar.


Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin hefur yfirfarið innsendar umsagnir og telur að eftir lítilsháttar lagfæringar verði tillagan óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnist ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Nefndin leggur því til við hreppsnefnd að samþykkja lagfærða tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

2.Nýtt deiliskipulag Sandslundar

2110056

Efla verkfræðistofa, fyrir hönd eigenda, leggur fram tillögu að nýju deiliskipulagi Sandslundar í Kjósarhreppi, skv. meðfylgjandi gögnum.
Um er að ræða deiliskipulag fyrir svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í gildandi Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Skipulagssvæðið er um 11 ha og liggur milli Sandá norðanverði og vestan við aðkomuveg að Sandi. Innan svæðisins eru 6 lóðir, uppbygging er hafin á tveimur lóðum og fjórar lóðir eru óbyggðar. Land skipulagssvæðis er fremur flatt og að hluta til á ræktuðum túnum. Í gildi er deiliskipulag á svæðinu frá árinu 2005 og verður það fellt úr gildi við gildistöku þessa skipulags.
Skv. 5.3.2.14. gr. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 skal ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m, vegna þessa ákvæðis þarf að sækja um undanþágu frá fjarlægðarmörkum í landi.




Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til að Hreppsnefnd samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna og að heimilt verði að falla frá gerð lýsingar fyrir deiliskipulagsverkefnið, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi, sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga.
Einnig að Hreppsnefnd samþykki að sótt verði um undanþágu frá 5.3.2.14. gr. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 vegna nálægðar við Sandsá.

3.Stapagljúfur - Breytt deiliskipulag

2102057

VA arkitektar leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu, dags.15.01.2022, vegna byggingar á u.þ.b 400,0 m² gróðurhúsi. Áður á dagskrá 145. fundar þann 25. mars 2021, þar sem jákvætt var tekið í erindið. Breytingin felst í því að lóðin við Stapagljúfur í landi Morastaða sem áður var ein 8,15 ha lóð, verður skipt í tvær lóðir. Sú minni verður 0,45 ha. með einum byggingarreit íbúðarhús, en sú stærri 7,36 ha. með þremur byggingarreitum, tveir fyrir frístundahús og einn fyrir gróðurhús. Að öðru leiti gilda almennir skilmálar fyrri deiliskipulags.


Niðurstaða:
Frestað
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við skipulagshönnuð.

4.Breyting á aðal- og deiliskipulagi fyrir svæði 18a í landi Valdastaða

2110045

Skipulagsfulltrúi kynnti niðurstöðu valnefndar og Hreppsnefndar á frumtillögum að deiliskipulagi íbúabyggðar og uppbyggingu á svæðinu.
Niðurstaða:
Lagt fram

5.Flekkudalsvegur 21A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2105004

Byggingaráform fyrir 70 m² frístundahúsi voru samþykkt á 149. fundi þann 26. ágúst 2021. Ákvörðunin var kærð til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála, mál nr. 144/2021. Niðurstaða liggur fyrir.
Úrskurðarorð: "Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps frá 26. ágúst 2021 um að samþykkja byggingaráform fyrir byggingu frístundahúss á lóðinni Flekkudalsvegur 21A".
Niðurstaða:
Lagt fram
Byggingarmál:

6.Stampar 7, L199320 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2109003

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 157,6 m² frístundahúsi, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags.21.01.2022. Frestað mál frá 151. fundi, þann 27. október 2021.

Niðurstaða:
Samþykkt
Byggingaráform samþykkt. Samræmist deiliskipulagi.

7.Eyjabakki 11, L231381 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2110033

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 98,6 m² frístundahúsi, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags.20.01.2022.
Niðurstaða:
Samþykkt
Byggingaráform samþykkt. Samræmist deiliskipulagi.
Önnur mál: Skipulags- og byggingarnefnd hefur ákveðið að birta viðeigandi fylgigögn með
umsóknum í fundargerð.

Fundi slitið - kl. 18:30.