Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

155. fundur 23. febrúar 2022 kl. 17:00 - 18:00 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Þórarinn Jónsson varamaður
    Aðalmaður: Maríanna Hugrún Helgadóttir
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Sigurður Hilmar Ólafsson byggingafulltrúi
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir staðgengill sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Sigurður Hilmar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulagsmál:

1.Möðruvellir 1 - Skipulagslýsing - Breyting á aðalskipulagi.

2202027

Lögð fram skipulagslýsing, dags. 15.02.2022, á breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Um er að ræða breytingu á landnotkun á hluta frístundabyggðar Möðruvalla 1, þar sem breyta á hluta frístundabyggðar F15c í íbúðarbyggð. Fyrirhuguð íbúðarbyggð nær til lóða Brekkna 1, 2 og 8 ásamt aðkomuveg að lóðunum.
Auk þess á að breyta afmörkun iðnaðarsvæðis I2 í landi Möðruvalla 1. Um er að ræða leiðréttingu á afmörkun iðnaðarsvæðis, til samræmis við samþykkt deiliskipulag athafnasvæðis í landi Möðruvalla (Landlínur ehf, 2016), sem nær að mörkum frístundabyggðar F15c.
Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til við Hreppsnefnd að verkefnislýsingin verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Nesvegur 8 og 10 - Breyting deiliskipulags

2202026

Landlínur, fyrir hönd eigenda, leggja fram tillögu að óverulegri breytingu frístundabyggðar á Nesi í Flekkudal, dags. 17.02.2022.
Breytingin nær einungis til Nesvegar 8 og 10. Breytingin tekur einungis til hluta liðs "Byggingarskilmálar" í greinargerð deiliskipulags, þ.e. þakhalla og mænisstefnu.

Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin telur að um óverulega breytingu sé um að ræða og leggur til við Hreppsnefnd að málið hljóti afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga.

3.Nýtt deiliskipulag Sandslundar - Beiðni um undanþágu.

2110056

Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa Kjósarhrepps 8. febrúar 2022 til Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins, þar sem óskað er eftir undanþágu frá grein 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 varðandi fjarlægðar mannvirkja nær vötnum ám eða sjó en 50 m. Í samræmi við 12. mgr. 45 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 óskar Innviðaráðuneytið með bréfi dags. 21. febrúar 2022 eftir umsögn Kjósarhrepps um beiðnina fyrir 16. mars nk.

Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin er meðvituð um að í deiliskipulagstillögunni fyrir Sandslund, séu tveir byggingarreitir innan við 50 metra frá árbakka Sandsár. Um er að ræða reyti B5 og B6. Lóðirnar voru stofnaðar árið 2008 og hófst uppbygging á B6 (Sandslundur 12) árið 2017. Erfitt getur verið að hefja uppbygginu á B5 (Sandslundur 13) utan 50 metra. Því er þörf á undanþágu varðandi fjarlægð mannvirkja nær Sandsá en 50 metra. Því er bréf skipulagsfulltrúa í samræmi við deiliskipulagstillöguna og ákvörðun nefndarinnar.
Nefndin leggur til við hreppsnefnd að afgreiða erindið með jákvæðum hætti.

4.Breyting á aðal- og deiliskipulagi fyrir svæði 18a í landi Valdastaða

2110045

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu skipulagsvinnunnar sem er í gangi.
Niðurstaða:
Lagt fram
Byggingarmál:

5.Nesvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2202022

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 38,4 m2 frístundahúsi, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 17.07.2021. Frestað mál frá 150. fundi.

Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin samþykkir byggingarheimild, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með fyrirvara um gildistöku deiliskipulags eftir auglýsingu í B- deild stjórnartíðinda.

6.Reynivellir, L126457 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2202041

Sótt er um 40,0 m² nýbyggingu, þjónustuhús við Reynivallakirkjugarð, skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Niðurstaða:
Samþykkt
Umrætt svæði er ódeiliskipulagt, en er skilgreint í aðalskipulagi S2-samfélagsþjónusta. Nefndin samþykkir byggingarheimild, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og fellur frá grenndarkynningu, sbr. 44. gr. skipulagslaga, enda metur hún það svo að sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.


7.Búðir, L126453 - Umsókn um stöðuleyfi

2112036

Umsókn um stöðuleyfi til eins árs fyrir 20 feta gám, skv. meðfylgjandi gögnum.
Niðurstaða:
Samþykkt
Stöðuleyfi samþykkt til 12 mánaða.

8.Önnur mál

2202032

Breyting á byggingarreglugerð nr. 112/2012 - Flokkun bygginga.
Erindi frá Skipulagsstofnun - Smíði leiðbeininga um skipulag í dreifbýli.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála.
Niðurstaða:
Lagt fram
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti fyrirliggjandi önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:00.