Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

162. fundur 24. nóvember 2022 kl. 16:00 - 17:30 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Guðmundur H Davíðsson varamaður
    Aðalmaður: Elís Guðmundsson
  • Andri Jónsson varamaður
    Aðalmaður: Petra Marteinsdóttir (PM)
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • Pálmar Halldórsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltúi óskar eftir því að eftirfarandi mál verði tekið utan auglýstrar dagskrár:

2209020 Fyrirspurn til bygginarfulltrúa vegna Lóðar við Meðalfellsveg 50 (Kaffi Kjós).
Endurskoðuð ákvörðun frá 161. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Verður liður 5 í fundargerð.

Frábrigði samþykkt samhljóða.

1.Deiliskipulag á neðri hluta jarðarinnar Hvítaness

2109055

Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoðun aðaskipulags Kjósarhrepps

2211004

Fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags í Kjósarhreppi frá HMS lögð fram til umfjöllunar.
Erindi vísað til sveitarstjórnar.

3.Hvammsvík - Langimelur - skipulagsbreyting

2210002

Breyting á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029
Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029, dagsett 18. nóvember 2022. Breytingin er gerð bæði á uppdrætti og greinargerð. Frístundasvæði F21 er stækkað og lóðum fjölgað. Efnistökusvæði E13 er fellt út. Markmið með breytingunni er að auka framboð lóða fyrir frístundahús til þess að svara eftirspurn eftir lóðum á svæðinu.


Breyting á deiliskipulagi Hvamm og Hvammsvíkur
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvamm og Hvammsvík, dagsett 18. nóvember 2022. Fyrirhugað er að skilgreina allt að 19 frístundalóðir. Felldar verða út að hluta landnemaspildur innan breytingarsvæðisins en þetta eru svæði sem ætlaðar voru undir frekari skógrækt og einnig verður fellt út hverfisverdnarsvæði N6.
Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur: Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og afgreidd skv 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt og afgreidd skv. 1.mg. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag Hjallabarð F25

2209019

Lögð fram fyrirspurn eigenda vegna deiliskipulags Hjallabarð F25 - Afstaða Kjósahrepps um hvort eigandi þurfi að leggja fram lýsingu með deiliskipulagi eða hvort nægi að hafa greinagerð, þar sem um svæði sé að ræða sem er að stórum hluta byggt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að með tilliti til skipulagslaga nr.123/2010, 2. mgr. 40. gr. verði fallið frá kröfu um lýsingu, nefndin telur að umsóknin uppfylli öll skilyrði til þess.

5.Meðalfellsvegur 50, Kaffi Kjós.

2209020

Spurt var í erindi til skipulags- og byggingarfulltrúa hvort hægt væri að breyta lóðinni við Meðalfellsveg 50 í sumarhúsalóð eða íbúðarhúsalóð. Skipulags og byggingarnefnd tók fyrirspurnina fyrir á 161. fundi sínum og eftirfarandi bókun var gerð " Nefndin gerir ekki athugasemd við að breyta lóðinni í frístundalóð, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu ofanflóðamats. Einnig er bent á að gera þarf breytingu á aðalskipulagi."
Eftir nánari athugun er ekki gerð krafa um ofanflóðamat vegna frístundalóðar. Varðandi fyrirspurn um mögulega breytingu á lóðinni í íbúðarhúsalóð þá uppfyllir hún ekki stærðarkröfur aðalskipulags.

6.Norðurnes 84 - Umsókn um byggingarheimild

2210022

Óskað er eftir byggingarheimild fyrir byggingu á frístundahúsi ásamt gestahúsi, aðalbyggingarefni er timburhús á steyptri plötu mhl.01 30m2, mhl.02 120m2, stærð lóðar 3710m2.
Nefndin samþykkir erindið.

Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012

7.Stampar 11 - Umsókn um byggingarheimild

2210025

Óskað er eftir byggingarheimild fyrir byggingu frístundahúss á einni hæð, húsið verður byggt úr timbri, birt flatamál mhl.1 er 134,8 m2, stærð lóðar er 2007m2.

Nefndin samþykkir erindið.

Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Fundi slitið - kl. 17:30.