Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

163. fundur 29. desember 2022 kl. 16:00 - 17:20 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir (PM) nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • Pálmar Halldórsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Deiliskipulag á neðri hluta jarðarinnar Hvítaness

2109055


Tillaga að deiliskipulagi Hvítaness var tekin fyrir á fyrri fundum skipulags- og byggingarnefndar og hefur hlotið afgreiðslu í samræmi 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gögn málsins voru send Skipulagsstofnun til yfirferðar eftir lítilsháttar breytingar, í samræmi við 42. gr. skipulagslaga, áður en tillagan gæti tekið gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

Svarbréf, dags. 31.10.2022, barst frá Skipulagsstofnun, þar sem ennfremur komu fram nokkrar athugasemdir. Megin atriði athugasemda var á þá leið, að sveitarfélagið túlki sín eigin ákvæði í aðalskipulaginu. Þ.e. hvaða byggingar/mannvirki geti fallið að ákvæðum um starfsemi sem tengist landbúnaði og hins vegar hvort hluti bygginga á sérlóðum (gestahús) falli undir ákvæði um stakar framkvæmdir, eða hvort heimildir um uppbygginu ,,annarrar starfsemi“ á landbúnaðarsvæðum eigi þar við, því í greinargerð aðalskipulagsins á bls. 15, komi ekki skýrt fram hvort átt sé við uppbyggingu á skilgreindum lóðun innan jarðarinnar. Óskað var eftir að þessi rökstuðningur lægi fyrir við afgreiðslu stofnunarinnar. Stofnunin benti ennfremur á að sú túlkun yrði fordæmisgefandi.

Skipulagshönnuðir, ásamt fulltrúum sveitarfélagsins, áttu í kjölfarið fund með starfsmönnum Skipulagsstofnunar þar sem farið var nánar yfir efni athugasemda. Í framhaldi af því hafa skipulagshönnuðir brugðist við þeim athugasemdum og leggja fram uppfærða deiliskipulagsuppdrætti, dags. 23.12.2022. Þar sem m.a. kemur fram hvernig brugðist hafi verið við athugasemdum.
Nefndin telur að eftir lítilsháttar lagfæringar á greinargerð hafi verið komið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar, að tillagan sé óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnist ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Varðandi túlkun sveitarfélagsins á hvaða byggingar/mannvirki geti falli að ákvæðum um starfsemi sem tengist landbúnaði og hins vegar hvort hluti bygginga á sérlóðum (gestahús) falli undir ákvæði stakar framkvæmdir eða hvort heimildir um uppbygginu ,,annarrar starfsemi“ á landbúnaðarsvæðum eigi þar við, metur nefndin það svo, að eftir að deiliskipulagsuppdrætti hafi verið breytt þannig að fjórar lóðir undir „gestahús/starfsmanna-hús“ hafa verið sameinaðar í eina lóð með rýmkuðum byggingarreitum fyrir fjögur íbúðarhús, sé deiliskipulags¬tillagan og fyrirhuguð uppbygging í samræmi við heimildir í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Staðsetning bygginga er í góðum tengslum við núverandi veg á jörðinni og á þeim hluta nessins sem mest hefur verið raskað. Sjá nánar í fylgiskjali: HN_Minnisblað_23122022.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki framkomnar breytingar og uppfærðan uppdrátt.

2.Hvammur Hvammsvík óveruleg breyting á deiliskipulagi vegna hliðrunar á byggingarreit.

2212015

Deiliskipulagsbreytingin felur annars vegar í sér tilfærslu á nokkrum byggingarreitum.
Hins vegar er hámarksbyggingarmagn lækkað úr 100m2 í 75m2. Engar breytingar eru gerðar á öðrum skipulags- og byggingarskilmálum.


Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og samþykkir að um óverulega breytingu sé að ræða með vísan til 2 mgr. 43 gr. skipulagslaga.

Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og/eða umsækjandans sjálfs.

3.Eyrarþorpið

2210019

Krads arkitektar fyrir hönd landeiganda leggja fram kynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum og skipulagsbreytingum í landi Eyrar- L126030. Óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar til að hefja deiliskipulagsvinnu fyrir íbúðasvæði á landsvæði norðan við Hvalfjarðarveg og um leið hefja aðalskipulagsbreytingu fyrir landsvæðið sunnan við Hvalfjarðaveg, breyta notkun úr landbúnaði í íbúðasvæði.Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir að landeigendum Eyrar- L126030 verði heimilt að hefja vinnu við lýsingu.

4.Deiliskipulag Hjallabarð F25

2209019

Landlínur fyrir hönd landeiganda leggja fram tillögu að nýju deiliskipulagi dags. 02.12.2022 . Á 162 fundi skipulags- og byggingarnefndarinnar var samþykkt að falla frá lýsingu í skipulagsferlinu.


Skipulags-og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og telur að heimilt sé að falla frá gerð lýsingar skipulagsverkefnisins sbr. 3.mgr. 40.gr skipulagslaga, enda liggi allar megin forsendur deiliskipulagstillögunar fyrir í aðalskipulagi.

5.Langimelur 1 - Umsókn um byggingaráform.

2212043

Óskað er eftir byggingarheimild fyrir byggingu frístundahúss, 162 m2. mhl, 01, og gestahúsi 26,9 m2. mhl. 02 samkvæmt aðaluppdráttum, heildarbyggingarmagn á lóð er 188,9 m2, stærð lóðar er 8.500,m2 og nýtingahlutfall 0,03


Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8 gr. Byggingareglugerðar nr. 112/2011

Fundi slitið - kl. 17:20.