Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

164. fundur 26. janúar 2023 kl. 16:00 - 17:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir (PM) nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • Pálmar Halldórsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Hvammsvík, breytt deiliskipulag fyrir frístundalóðir

2104036

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, dagsett 12.1.2023. Um er að ræða breytta tillögu af þeirri sem kynnt var á opnum fundi í Ásgarði 17. nóvember 2022. Í fyrirliggjandi tillögu er búið að fella niður 10 lóðir vestan aðkomuvegar að frístundabyggðinni en haldið í 9 lóðir sem staðsettar eru austan vegarins. Skilmálar gildandi deiliskipulags fyrir svæðið vestan vegar haldast óbreyttir. Samhliða deiliskipulagsbreytingu verður unnin breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Sbr. fund skipulags- og byggingarnefndar nr. 162 frá 24.11.22.
Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur: Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og afgreidd skv 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt og afgreidd skv. 1.mg. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Litla Þúfa - aðal-og deiliskipulagsbreyting

2301015

Eigendur vilja skoða þann möguleika að byggja nokkur lítil tveggja manna hús á lóðinni Litlu Þúfu sem notuð yrðu til útleigustarfsemi. Húsin yrðu 50-60 fermetrar að stærð, 10-15 stk, og öll staðsett í þyrpingu innan lóðarinnar, þó með hæfilegri fjarlægð milli húsa.

Skipulags- og bygginganefnd getur ekki tekið afstöðu til málsins með þeim gögnum sem liggja fyrir, skipulags- og byggingafulltrúa falið að kalla eftir nánari gögnum um verkefnið.

3.Stapagljúfur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarheimild.

2206040

Sótt er um leyfi til að byggja 100m2 frístundahús, mhl.01, stærð lóðar 82.000 m2, nýtingahlutfall 0,001. Teikningar dagsettar 24.11.22.
Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011

4.Umsókn um byggingarheimild Langimelur 21

2301001

Sótt er um leyfi til að að byggja 199,9 m2 frístundahús, mhl.01. Stærð lóðar 8900 m2,n ýtingahlutfall 0,029.
Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011.

Fundi slitið - kl. 17:00.