Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

165. fundur 23. febrúar 2023 kl. 16:00 - 17:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir (PM) nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • Pálmar Halldórsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Hvammur Hvammsvík nýtt deiliskipulag

2302037

Tekin er fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, dagsett 12.1.2023. Um er að ræða 9 lóðir sem staðsettar eru austan vegarins. Skilmálar gildandi deiliskipulags fyrir svæðið vestan vegar haldast óbreyttir. Áður hefur verið fjallað um deiliskipulagstillögu sem náði yfir stærra svæði. Umsækjendur hafa ákveðið að fresta beiðni um deiliskipulagsvinnu við hluta þess svæðis þar sem gert var ráð fyrir 10 lóðum til viðbótar. Þar sem engar athugasemdir bárust við þann hluta sem nú er til umfjöllunar gildir lýsingin sem auglýst var 12.05.22. Samhliða deiliskipulagsbreytingu verður unnin breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagna verði auglýst samkv. 1.mg. 41.gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt og afgreidd skv. 1. mg. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Eyjavík 16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2212047

Sótt er um byggingarheimild til að byggja 234,2 m2, frístundahús mhl.01, samkvæmt teikningum dags. 17.09 2022, stærð lóðar er 2375m2. Nýtingahlutfall 0,099.

Deiliskipulag nr. 2379 (1606 4 10.08.1988) er í gildi á svæðinu en í því deiliskipulagi eru ekki tilgreindar stærðir og byggingarmagn.
Þar af leiðandi gildir aðalskipulag Kjósarhrepps þar sem gefin er heimild til að byggja frístundahús með nýtingarhlutfall að hámarki 0,03". Sjá kafli 2.2.2 Frístundabyggð í aðaskipulagi Kjósarhrepps.

Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað þar sem það samræmist ekki aðalskipulagi.
Fylgiskjöl:

3.Þorláksstaðir spilda 2 - Umsókn um byggingarleyfi

2302016

Sótt er um byggingarleyfi til að byggja 281,6m2, einbýlishús mhl.01 ásamt tveim vinnustofum 41,5 m2 hvor, matshluti 02 og 03. Stærð lóðar er 2.0 ha. Heildarbyggingarmagn er 364,6 m2, nýtingahlutfall 0,00018.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2011.

4.Endurskoðun aðaskipulags Kjósarhrepps

2211004

Í aðalskipulagi er sett fram stefna um byggðarþróun, landnotkun, samgöngur- og þjónustukerfi, umhverfismál og ekki síst, um gæði byggðar. Með aðalskipulagi er þannig mótaður ramminn um daglegt líf íbúa og mótuð umgjörð atvinnulífs og mikilvægra innviða. Aðalskipulag þarf að nýtast sveitarstjórn sem stjórntæki til að leiða byggðaþróun í átt að þeirri framtíðarsýn sem mótuð hefur verið í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila og að teknu tilliti til stefnu og áætlanagerðar stjórnvalda á landsvísu svo sem í loftslags- og orkumálum og samgöngumálum. Aðalskipulagið þarf að endurspegla langtímasjónarmið með tilliti til umhverfis- og samfélagsbreytinga m.a. viðbrögð við loftslagsbreytingum, velferð líffræðilegrar fjölbreytni og áskorunum í húsnæðismálum. Landsskipulagsstefna 2015-2026 felur í sér samræmda stefnu um skipulagsmál á landsvísu og skulu sveitarfélög byggja á henni við gerð aðal- og svæðisskipulags.
Miklar breytingar eru að verða á samsetningu byggðar í Kjósarhreppi, fleiri en áður sem hafa búsetu í sveitarfélaginu án þess að stunda búskap og aukin eftirspurn eftir íbúðarhúsalóðum sem og sumarhúsalóðum undir mun stærri hús. Í ljósi mikillar þróunar í skipulagsmálum og breytinga í sveitarfélaginu leggur skipulags- og byggingarnefnd til við sveitarstjórn að farið verði í endurskoðun á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017- 2029.

Fundi slitið - kl. 17:00.