Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

166. fundur 29. mars 2023 kl. 16:00 - 17:30 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • Pálmar Halldórsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Hvammur Hvammsvík - Nýtt deiliskipulag

2303018

Sótt er um breytingu á deiliskipulagi í landi Hvamms og Hvammsvíkur. Um er að ræða auknar byggingarheimildir á nokkrum stöðum í óverulegu magni, í tillögunni felst að skilgreindur er 150 m2 byggingareitur við bátaskýli þar sem heimilt yrði að reisa allt að 70m2 viðbyggingu, skilgreindur er 200m2 byggingarreitur við hlöðu sem heimilt yrði að reisa allt að 100 m2 viðbyggingu, skilgreindur er 300m2 byggingarreitur norðan við bæjarstæðin þar sem heimilt yrði að reisa 300m2 byggingu. Einnig er sótt um að skilgreina sex byggingarreiti fyrir sex 45m2 gistihús. Að öðru leiti haldast skilmálar óbreyttir
Nefndin telur að um verulega breytingu sé að ræða og leggur til við sveitastjórn að málið hljóti afgreiðslu í samræmi við 1.mgr.43.gr skipulagslaga. Að auki leggur nefndin til að fyrri deiliskipulagsbreytin sem er í ferli dags. nóvember 2022 verði sameinuð þessari breytingu og lagt fram í einu deiliskipulagi.

2.Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2303014

Sótt er um breytingu á skráningu lóðar úr frístundalóð í íbúðahúsarlóð. Stærð lóðar er 11.876 m2. Í dag er á lóðinni sumarbústaður byggður 1978, 66,1 m2 og bátaskýli 21,6 m2. Samkvæmt aðalskipulagi er lóðin á frístundarsvæði F23.

Breytingin á skráningu lóðarinnar er ekki í samræmi við Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029, þ.e.a.s. lóðin er á svæði sem er skilgreint sem frístundarsvæði F23. Beiðninni er því hafnað.

3.Breyting á deiliskipulagi - Flekkudalsvegur 16a

2303017

Sótt er um breytingu á deiliskipulagi í landi Eyja I. Um er að ræða nýjan byggingarreit innan lóðarinnar Flekkudalsvegur 16a. Einnig er sótt um að auka byggingarmagn úr 120 í 150 m2 fyrir þessa tilteknu lóð. Stærð lóðar er 2211 m2 og byggingarmagn eftir breytingu yrði 150 m2.
Nýtingarhlutfall yrði þar með 0,07. Með vísan í aðalskipulag Kjósarhrepps „Á svæðum við Meðalfellsvatn sem liggja nær vatninu en 50 m getur nýtingarhlutfall verið allt að 0,10. Heildar byggingarmagn verði þó aldrei meira en 150 m². Vinna skal deiliskipulag vegna nýrra bygginga."
Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða og að málið hljóti afgreiðslu í samræmi við 2.mgr.43.gr skipulagslaga.

4.Umsókn um byggingarheimild - Norðurnes 77 L227629

2303016

Sótt er um byggingarheimild til að byggja ,104,9m2 frístundahús mhl.01 ásamt 30 m2 gestahúsi mhl.02 , alls 134,9 m2 samkvæmt teikningum dags. 03.03. 2023. Stærð lóðar er 4.425 m2 og nýtingarhlutfall yrði 0,03. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið. Dags. Umsóknar 07.03 2023.

Samræmist deiliskipulagi. Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011.

5.Umsókn um byggingarheimild - Gíslagata 6 L199303

2302044

Sótt er um byggingarheimild til að byggja 109,3 m2, frístundahús mhl.01 Samkvæmt teikningum dags. 10.02.2023.Stærð lóðar er 2.570 m2 . Grunnflötur bygginga er 109,3 m2. Dags. umsóknar 20.02.2023.
Samræmist deiliskipulagi. Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011.

6.Umsókn um byggingarheimild - Nesvegur 8 L226918

2303013

Sótt er um byggingarheimild til að byggja 105,1 m2, frístundahús mhl.01 samkvæmt teikningum dags. 16.03. 2023. Stærð lóðar er 3.270 m2 og nýtingarhlutfall yrði 0,03. Dags. Umsóknar 17.03.2023.
Afgreiðslu málsins frestað.

7.Umsókn um byggingarheimild - Berjabraut 1 L2331779

2303025

Sótt er um byggingarheimild til að byggja 105 m2, frístundahús mhl.01 ásamt 49 m2 gestahúsi mhl. 02 samkvæmt teikningum dags. 08.03. 2023. Stærð lóðar er 1.806 m2 og nýtingarhlutfall yrði 0,085. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið. Meðfylgjandi umsókn er greinargerð frá Landlínum.Dags. Umsóknar 22.3.2023

Samræmist deiliskipulagi. Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011.

8.Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna Flekkudals

2208045

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.