Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

167. fundur 27. apríl 2023 kl. 16:00 - 17:15 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • Pálmar Halldórsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Eyjabakka 11

2304008

Óskað er eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi frístundabygðar við Sandá í kjós frá árinu 2000. Markmið með breytingunni er að stækka lóð til suð-vesturs. Fyrir liggur samþykki landeigenda.
Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða og leggur til við sveitastjórn að málið hljóti afgreiðslu í samræmi við 2.mgr.43.gr skipulagslaga með þeim fyrirvara að eigendur aðliggjandi jarðar og lóða samþykki breytinguna með undirritun sinni.

2.Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Kleif Eilífsdal.

2304015

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi í landi Eilífsdals í kjós, þessi breyting tekur til sameiningar á lóð 2 og landspildu sem henni fylgdi, tveggja nýrra byggingareita, annars vegar fyrir íbúðarhús ll, hinsvegar fyrir fjárhús og hlöðu sem þegar eru á lóð 2 og skilmála um notkun þeirra.
Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða og leggur til við sveitastjórn að málið hljóti afgreiðslu í samræmi við 3. mgr.43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag Hjallabarð F25

2209019

Tillaga að nýju deiliskipulagi í landi Hjalla ? Hjallabarð hefur verið auglýsi skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að skila inn athugasemdum var til og með 30.mars 2023.
Umsagnir bárust frá Slökkviliði höfðuðborgarsvæðisins, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Allir ofantaldir aðilar sendu innathugasemdir við tillöguna nema HeV. Ekki er talið að athugasemd frá Vegagerðinni og Minjastofnun eigi við. Skipulagsfulltrrúa falið að kalla eftir að úrbætur verði gerðar varaðndi athugasemd Slökkviliðsins.

4.Umsókn um byggingarheimild

2304007

Sótt er um byggingarheimild til að byggja 162,0 m2, frístundahús mhl.01 samkvæmt teikningum dags. 28.03. 2023.
Stærð lóðar er 5.400 m2 og nýtingarhlutfall yrði 0,03. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið.

Samræmist deiliskipulagi. Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011.

5.Umsókn um byggingarheimild

2304009

Sótt er um byggingarheimild til að byggja 48,0 m2, frístundahús mhl.01 samkvæmt teikningum dags. 28.03. 2023.
Stærð lóðar er 3.890 m2 og nýtingarhlutfall yrði 0,012. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið.

Samræmist deiliskipulagi.Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011.

6.Umsókn um byggingaheimild

2304016

Sótt er um byggingarheimild til að byggja 24,0 m2, geymslu mhl.02. Á lóðinni er nú þegar 105,5 m2 hús, mhl 01. Heildarbyggingarmagn yrði því 129,5 m2. Stærð lóðar er 2.324 m2. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið.

Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011. Samræmist deiliskipulagi.

7.Umsókn um byggingarheimild

2303024

Sótt er um byggingarheimild til að byggja 21,6 m2, fylgihús mhl.02. Á lóðinni er nú þegar samþykki fyrir 120 m2, frístundahúsi mhl 01. Heildarbyggingarmagn yrði því 141,6 m2. Stærð lóðar er 5.000 m2 og nýtingarhlutfall yrði 0,03. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið.


Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011.Samræmist deiliskipulagi.

8.Umsókn um framkvæmdarleyfi

2304024

Sótt er um byggingarheimild fyrir gróðurhúsi, stærð húss er 54 m2
Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011.

9.Nýtingarhlutfall lóða

2304023

Lagt er til að farið verði í breytingu á aðalskipulagi varðandi nýtingarhlutfall, byggingarmagn og stærð lóða.
Nefndin samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 17:15.