Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

168. fundur 31. maí 2023 kl. 16:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
  • Guðmundur H Davíðsson varaformaður
    Aðalmaður: Petra Marteinsdóttir
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • Pálmar Halldórsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Umsókn um breytingu á skráningu lóðar-Sandseyri 7-8

2305025

Óskað er eftir sameiningu lóðanna Sandseyri 7 og 8 í eina íbúðarhúsalóð. Að sögn umsækjanda hefur lóðin alla burði til að flokkast sem íbúðarhúsalóð með góðum vegatengingum, heit vatn og ljósleiðari kominn í hús. Einnig er búið fyrir nokkrum árum að bora fyrir köldu vatni á lóðinni og er því stöðugt heilsársvatn. Vatnið gæti einnig nýst til brunavarna fyrir nærsvæðið ef áhugi væri fyrir því. Óskað er eftir leyfi til að fara í deiliskipulagsvinnu og vinnu við breytingu á aðalskipulagi.
Nefndin samþykkir beiðnina með fyrirvara um að gert verði deiliskipulag og farið verði í aðaskipulagsbreytingar á umræddu svæði og að byggingin uppfylli kröfur byggingareglugerðar.

2.Umsókn um breytingu á dsk-Sandslundur 17

2305012

Skikinn Sandslundur 17 er skráður frístundabyggð, stærð um 3,2 ha.með nýju deiliskipulagi er ætlunin að skipta honum í 5 lóðir undir sumarbústaði þ.e. ca. 6000 fm. hver frístundalóð.
Óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar , hvort eitthvað sé því til fyrirstöð að deiliskipulaggja svæðið og að, keyrt yrði inn á þetta frá Flekkudals-Grjóteyrarvegi. Sjá má loftmynd af þessum skika á kortasjá -www.kjos.is
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að farið verði i deiliskipulagsvinnu á Sandsluni 17 með fyrirvara um að skilað verði inn umsókn F550 undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr.6/2001

3.Deiliskipulag Hjallabarð F25

2209019

Landlínur hafa brugðist við framkomnum athugasemdum og er málið hér lagt fram til kynningar ásamt breytingum.
Nefndin telur að brugðist hafi verið við öllum viðeigandi athugasemdum. Skipulagsfulltrúa falið að fullvinna málið.

4.Umsókn um byggingarleyfi-Stóra Skál L2111010

2305016

Sótt er um byggingarheimild til að byggja 236,5 m2, íbúðarhús mhl.01 auk 104 m2 bílageymslu á mhl.02. Stærð lóðar er 4,6 ha. og nýtingarhlutfall yrði 0,03. Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið.
Málinu frestað. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjendur.

5.Hvammur Hvammsvík nýtt deiliskipulag

2302037

Nefndin telur að brugðist hafi verið við öllum viðeigandi athugasemdum. Skipulagsfulltrúa falið að fullvinna málið.

6.Umsókn um byggingarheimild Norðurnes 56 L126434

2305013

Sótt er um byggingarheimild til að byggja 40,0 m2, geymslu og gestahús mhl.02. Fyrir er hús að stærð 73,8 m2 og yrði byggingarmagn alls 113,8 m2. Stærð lóðar er 5.023 m2 og nýtingarhlutfall yrði 0,02
Nefndin samþykkir byggingaráform með fyrirvara um grenndarkynningu og að reglum um fjarlægð frá lóðarmörkum sé fylgt.

7.Eyrarþorpið

2210019

Lögð er fram drög að Lýsingu frá hönnuði og eigendum.
Nefndin gerir ekki athugasemd við lýsinguna og samþykkir að hún fari í auglýsingarferli og að haldinn verði íbúafundur þar sem verkefnið verður kynnt.

8.Umsókn um byggingarheimild Stampar 24 L199337

2305017

Sótt er um byggingarheimild til að byggja 167,0 m2, frístundahús mhl.01 auk 30m2 Gestahús mhl.02
samkvæmt teikningum dags. 04.05. 2023. Stærð lóðar er 3.072 m2 og nýtingarhlutfall yrði 0,06

Nefndin hafnar umsókninni.Fyrirhugðuð framkvæmd samræmist ekki deiliskipulagi.

9.Umsókn um byggingarleyfi Hvítanes L126129

2305015

Sótt er um byggingarheimild til að byggja 599,3 m2, íbúðarhúss mhl.01 samkvæmt teikningum dags. 10.05. 2023. , Stærð lóðar er 2.715 m2 og nýtingarhlutfall yrði 0,22
Umsóknin samræmist deiliskipulagi, nefndin samþykkir umsóknina.

10.Umsókn um byggingarleyfi Sandslundur 13 L215841

2305023

Sótt er um byggingarheimild til að byggja 106,3 m2, frístundahús mhl.01, samkvæmt teikningum dags. 02.05. 2023.
Stærð lóðar er 6087m2 og nýtingarhlutfall yrði 0,02
Nefndin hafnar því að leyfa byggingu frístundahúss á íbúðarhúsalóð, byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur um næstu skref.

11.Umsókn um byggingarleyfi Langimelur 2 L232902

2305027

Sótt er um byggingarheimild til að byggja 125,9 m2, frístundahús mhl.01, samkvæmt teikningum dags. 16.05. 2023.
Stærð lóðar er 4.200 m2 og nýtingarhlutfall yrði 0,03
Umsóknin samræmist deiliskipulagi, nefndin samþykkir umsóknina.

Fundi slitið.