Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

76. fundur 24. apríl 2006 kl. 09:44 - 09:44 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd
5. fundur 2006

Ár 2006, mánudaginn 24.apríl var haldinn 5 fundur skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps árið 2006. Fundurinn var haldinn í Félagsgarði. Viðstaddir voru: Kristján Finnsson, Pétur Blöndal og Guðmundur Magnússon. Skipulags- og byggingafulltrúi ásamt fundarritun: Ólafur I. Halldórsson.

Þetta gerðist:
1. Byggingaleyfi að íbúðarhúsi.
Rebekka Kristjánsdóttir, kt. 060563-4039 sækir um byggingaleyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni Stekkjarhóll, landnúmer. 126053 í landi Grjóteyrar.
(Kristján víkur af fundi)

Samþykkt.
Bókun Ólafs I Halldórssonar: Ég mómæli þessari afgreiðslu, ekkert skipulag liggur fyrir og ætti því ekki að vera heimilt að byggja þetta hús. Samkvæmt staðfestu áliti (Skipulagsstofnunar) þarf að deiliskipuleggja fyrir þessari lóð og húsum.

2. Byggingaleyfi að viðbyggingu við íbúðarhús.
Guðríður Gunnarsdóttir, kt. 040351-4269 sækir um byggingaleyfi að viðbyggingu við íbúðarhúsið á Þúfu.

Frestað. ( vantar staðfestingu á tryggingu byggingastjóra og rafræna skráningartöflu af öllu húsinu).

3. Byggingaleyfi að sumarhúsi.
Sigmar Sigurðsson ?, kt. xxxxxxxxxxx sækir um byggingaleyfi að sumarhúsi á lóðinni no. 13, við Gíslagötu.

Frestað( vantar umsókn, byggingastjóra og rafræna skráningatöflu).

4. Byggingaleyfi að sumarhúsi.
RG Hús ehf, kt. 481196-2489 sækir um byggingaleyfi að sumarhúsi á lóðinni no. 23 við Stampa.

Frestað. (vantar staðfestingu á tryggingu byggingastjóra)

5. Byggingaleyfi að stækkun á sumarhúsi.
Björn Jóhannesson, kt. 200937-3109 sækir um byggingaleyfi að stækkun á sumarhúsi á lóðinni no. 15 við Flekkudalsveg.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997

6. Byggingaleyfi að sumarhúsi og vinnustofu.
Þorlákur Morthens, kt. 031053-5799 sækir um byggingaleyfi að sumarhúsi og vinnustofu í landi Grjóteyrar við Meðalfellsvatn.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

7. Deiliskipulag af frístundabyggð Eyjum I.
Samþykkt (athygli er vakin á að ekki liggur fyrir álit Umhverfisstofnunar)