Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

86. fundur 26. apríl 2004 kl. 09:50 - 09:50 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd

3. fundur 2004

Ár 2004, mánudaginn 26.apríl var haldinn 3. fundur skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Félagsgarði.

Viðstaddir voru: Kristján Finnsson, Guðmundur Magnússon og Pétur Blöndal. Skipulags- og byggingafulltrúi ásamt fundarritun: Ólafur I. Halldórsson.

Þetta gerðist:

1. Byggingaleyfi að íbúðarhúsi.
Maríanna sækir um byggingaleyfi að íbúðarhúsi á Lækjarbraut 1.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

2. Ótakmarkað stöðuleyfi fyrir gám.
Þorvaldur Jónsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám á sumarbústaðalóðinni Blönduholt 66.

Synjað.
Ekki hægt að gefa út ótakmarkað stöðuleyfi.Umsækjanda bent á geymslusvæði sem sérhæfa sig ígeymslu svona hluta.

3. Byggingaleyfi að stækkun á sumarbústað.
Hilmar Luthersson sækir um byggingaleyfi að stækkun sumarbústaðs, Dælisárvegi 3.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997

4. Umsögn um umsókn um endurnýjun leyfis til áfengisveitinga á Kaffi Kjós.
Afgreiðsla: Jákvætt

Fleira var ekki gert.