Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

87. fundur 29. júní 2004 kl. 09:50 - 09:50 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd
4. fundur 2004


Ár 2004, mánudaginn 29.júní var haldinn 4. fundur skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Félagsgarði. Viðstaddir voru: Kristján Finnsson og Guðmundur Magnússon. Skipulags- og byggingafulltrúi ásamt fundarritun: Ólafur I. Halldórsson byggingafræðingur bfí.

Þetta gerðist:

1. Byggingaleyfi að verkfæraskúr.
Björn Sigurbjörnsson sækir um byggingaleyfi að verkfæraskúr á Brekku 5 í landi Kiðafells.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


2. Byggingaleyfi að stækkun á sumarbústað.
Hulda og Elsa Ólafsdætur sækja um byggingaleyfi að stækkun sumarbústaðs, Hlíð 6.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


3. Byggingaleyfi að stækkun á sumarbústað.
Oddný Guðmundsdóttir sækir um byggingaleyfi að stækkun sumarbústaðs, Hlíð 1.

Samþykkt með fyrirvara um betri gögn..
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


3. Byggingaleyfi að stækkun á sumarbústað.
Guðrún Finnbogadóttir sækir um byggingaleyfi að stækkun sumarbústaðs, Meðalfellsveg 14 og samþykki fyrir reyndarteikningum að bátaskýli á sömu lóð.

Samþykkt..
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


4. Byggingaleyfi að sumarbústað.
Wanno Van Swigchen sækir um byggingaleyfi að sumarbústað á Langás 6 í landi Neðra Háls.

Frestað.
Samþykkjanlegt ef aðlagað gildandi skipulag eða skipulagi breytt þar sem farið er út fyrir byggingareit.


5. Byggingaleyfi að stækkun á sumarbústað.
Ragnar Þorsteinsson sækir um byggingaleyfi að stækkun sumarbústaðs, Eilífsdalur 1.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


6. Byggingaleyfi að verkfæraskúr.
Anna Maggý Guðmundsdóttir og Kristján Guðleifsson sækja um byggingaleyfi að verkfæraskúr á Norðurnesi 25.

Frestað. (gögn ekki í samræmi við kröfur byggingareglugerðar um hönnunargögn )

7. Fyrirspurn
Elínborg Vilhjálmsdóttir spyr hvort mögulegt sé að stækka sumarbústaðinn Eyjafell 22.

Jákvætt,ef samþykki landeigandi aðliggjandi lands, skógarlunds, liggur fyrir.

Fleira var ekki gert.