Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

90. fundur 27. ágúst 2004 kl. 09:51 - 09:51 Eldri-fundur
- og byggingarnefnd
7. fundur 2004

Ár 2004, mánudaginn 27.ágúst var haldinn 7. fundur skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Félagsgarði.

Viðstaddir voru: Kristján Finnsson, Guðmundur Magnússon og Pétur Blöndal. Skipulags- og byggingafulltrúi ásamt fundarritun: Ólafur I. Halldórsson.

Þetta gerðist:

1. Byggingaleyfi að sumarbústað.
Byggingastjórinn ehf, kt. 510699-2549 sækir um byggingaleyfi að sumarbústað, Hlíð 18, Eilífsdal.

Frestað. Vantar samþykki umráðenda beggja aðliggjandi lóða og skráningartöflu.

2. Byggingaleyfi að stækkun á íbúðarhúsi.
Guðmundur H Davíðsson kt. 020659-2119 og Svanborg Anna Magnúsdóttir kt. 291056-7419
sækja um byggingaleyfi að stækkun íbúðarhússins að Miðdal. Stækkunin er bílskúr í kjallara og sólsvalir þar ofaná.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


3. Færsla byggingareits á lóðinni Lækjarbraut 1.
Kjósarhreppur kt. 690169-3129 óskar eftir samþykki á færslu byggingareits.
Engar athugasemdir hafa borist vegna grenndarkyningu á færslu byggingareitsins.

Samþykkt.


Fleira var ekki gert.