Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

91. fundur 25. október 2004 kl. 09:52 - 09:52 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd
8. fundur 2004

Ár 2004, mánudaginn 25.okt. var haldinn 8. fundur skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Félagsgarði. Viðstaddir voru: Kristján Finnsson, Guðmundur Magnússon og Pétur Blöndal. Skipulags- og byggingafulltrúi ásamt fundarritun: Ólafur I. Halldórsson.

Þetta gerðist:

1. Byggingaleyfi að sumarbústað.
Byggingastjórinn ehf, kt. 510699-2549 sækir um byggingaleyfi að sumarbústað, Hlíð 18, Eilífsdal.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


2. Byggingaleyfi að sumarbústað
Jón Unndórsson sækir um byggingaleyfi að sumarbústað á Þúfu 24. Sumarbústaðurinn er stálklæddur.

Frestað.
Vísað til sveitarstjórnar. Taka þarf ákvörðun um hvort leyfa eigi að raða saman vinnuskúragámum og setja þak yfir sem sumarbústað. Gögn söluaðila taka ekki fram að umrætt byggingaefni sé til byggingu sumarbústaða.

Ósamræmi er í gögnum, teikning sýnir slétt yfirborð útveggja meðan til send gögn frá söluaðila gámaeininganna sýna ramma sem er fylltur með útveggjaeiningum. Ekki kemur fram í hvaða lit húsið yrði.


3. Byggingaleyfi að sumarbústað og bátaskýli. (reyndarteikningar að hluta)
Nikulás Úlfar Másson sækir um byggingaleyfi að sumarbústað og bátaskýli, Meðalfellsveg 6.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


Fleira var ekki gert.