Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

92. fundur 27. desember 2004 kl. 09:52 - 09:52 Eldri-fundur

 

Skipulags- og byggingarnefnd

9. fundur 2004
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ár 2004, mánudaginn 27.des. var haldinn 9. fundur skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Félagsgarði. Viðstaddir voru: Pétur Blöndal og Skipulags- og byggingafulltrúi ásamt fundarritun: Ólafur I. Halldórsson.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þetta gerðist:

1. Byggingaleyfi að sumarbústað
Jón Unndórsson sækir um byggingaleyfi að sumarbústað á Þúfu 24.
Sumarbústaðurinn er byggður úr gámaeiningum.

Málið hefur fengið afgreiðslu sveitarstjórnar, málinu var vísað aftur til bygginganefndar.
Frestað.

Umsækjandi leggi fram vottun fyrir byggingareiningunum Trimo, leiðrétti misræmi í teikningum, skili inn skráningartöflu og umsókn með áritun byggingastjóra ásamt afritum af tryggingu byggingastjóra og hönnuðar.

2. Byggingaleyfi að garðhýsi við sumarbústað.
Anna Maggý Guðmundsdóttir og Kristján Guðleifsson sækja um byggingaleyfi að garðhýsi við sumarbústað sinn, Norðurnes 25 í landi Mörðuvalla.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


3. Byggingaleyfi að stækkun sumarbústaðar.
Sigríður Þorvarðardóttir og Paul Newton sækja um byggingaleyfi að stækkun á sumarbústað sinn, Brekka 1 í landi Kiðafells.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


4. Byggingaleyfi að sumarbústað
Ásgeir Ásgeirsson sækir um byggingaleyfi að sumarbústað á landi sínu í landi Sands.

Frestað.
Ófullkomnar teikningar,byggingalýsingu vantar.


5. Byggingaleyfi að stækkun sumarbústaðar.
Þorgeir Gíslason sækir um byggingaleyfi að stækkun á sumarbústað sinn, Eyrar 15 í landi Eilífsdal.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


6. Byggingaleyfi að sumarbústað
Kári Pálsson sækir um byggingaleyfi að sumarbústað á landi við hlið Árbrautar 2 í landi Grjóteyrar.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


7. Staðbundin viðurkenning sem iðnmeistari.
Haraldur Bjargmundsson kt. 221050-4959, Úthlíð 9 Reykjavík sækir um viðurkenningu sem Húsasmíðameistari í Kjósarhreppi.

Samþykkt.

Fleira var ekki gert.