Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

94. fundur 28. febrúar 2005 kl. 09:55 - 09:55 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd

2. fundur 2005

Ár 2005, mánudaginn 28.febrúar var haldinn 2. fundur skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps árið 2005. Fundurinn var haldinn í Félagsgarði. Viðstaddir voru: Kristján Finnsson og Guðmundur Magnússon. Skipulags- og byggingafulltrúi ásamt fundarritun: Ólafur I. Halldórsson.

Þetta gerðist:

1. Byggingaleyfi að sumarbústað.
Þorbergur Guðmundsson kt. 270940-4049 sækir um byggingaleyfi að sumarbústað á óstaðseta lóð í landi Háls 1.

Frestað.
Ekki liggur fyrir deiliskipulag og ekki liggur fyrir lóðarleigusamningur eða afsal.


2. Fyrirspurn.
Sigurður Guðmundsson og Steinunn Hilmarsdóttir spyrja hvort þau geti byggt íbúðarhús á svonefndu Helguholti í landi sínu Möðruvöllum.

Jákvætt.
Bygginganefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að uppfylltum kröfum um deiliskipulag. Bygginganefnd getur ekki tekið afstöðu til fyrirhugaðs byggingasvæðis, eins og óskað er eftir, það er háð deiliskipulagi og samþykki þess.
Forsenda þess að byggingasvæðið geti verið á umbeðnum stað er að vegur verði færður, það er ekki í valdi bygginganefndar að hlutast til um að færa vegi Vegagerðarinnar. Vísað er til sveitarstjórnar varðandi samskipti við Vegagerðina.

Fleira var ekki gert.