Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

96. fundur 30. maí 2005 kl. 09:55 - 09:55 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd

4. fundur 2005

Ár 2005, mánudaginn 30.maí var haldinn 4. fundur skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps árið 2005. Fundurinn var haldinn í Félagsgarði.
Viðstaddir voru: Kristján Finnsson, Pétur Blöndal og Guðmundur Magnússon. Skipulags- og byggingafulltrúi ásamt fundarritun: Ólafur I. Halldórsson.

Þetta gerðist:

1. Byggingaleyfi að vélageymslu.
Jón Birgir Jónsson kt. 020543-4409 sækir um byggingaleyfi að vélargeymslu á lóðinni Harðbala 2.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


2. Byggingaleyfi að sumarbústað.
Hákon Örn Gissurason kt. 280849-7669 sækir um byggingaleyfi að sumarhúsi á lóðinni Hvammabraut no 5.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


3. Byggingaleyfi að sumarbústað.
Finnbogi Björnsson kt. 040859-3739 sækir um byggingaleyfi að sumarhúsi á lóðinni no 3 við Strampa.

Samþykkt..
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


4. Deiliskipulag að Ennishverfi Hálsi.
Jón Gíslason kt. 192151-2969 leggur fram nýtt deiliskipulag að Ennishverfi að Hálsi.

Samþykkt..

Ekki fleira gert.