Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

152. fundur 02. janúar 2007 kl. 14:41 - 14:41 Eldri-fundur

                                                Skipulags og bygginganefnd

                                                          1 fundur 2007      

 

 

Þriðjudaginn 2 janúar 2007 var haldin fundur í Skipulags og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:

Kristján Finnsson , Pétur Blöndal, Haraldur  Magnússon formaður nefndarinnar ásamt Skipulags og byggingarfulltrúa Jón Eiríki Guðmundssyni sem einnig sá um fundarritun.

 

                        Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

1.Handverksmenn ehf Hamraborg 1-3  Kt: 600661-2960 sækja um fyrir hönd Sigrúnar Hjartardóttur að byggja frístundahús ásamt svefnhúsi á lóðinni nr 7 við Brandslæk í landi Eyrar .

 

             Samþykktmeð fyrirvara um endanlega afgreiðslu deiliskipulagsins og rétta skráningartöflu.

Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997

 

2.Tekin var fyrir deiliskipulagstillaga  í landi Vindás 7  nánar tiltekið Lækjarhlíð í eigu Hildar Bjargar Guðlaugsdóttur. Skipulagið gerir ráð fyrir þremur sumarhúsalóðum á landinu.

Samþykkt með fyrirvara um umsögn umhverfisstofnunar og tryggt verði aðgengi almennings meðfram Laxá.

 

3.Tekin var fyrir deiliskipulagstillaga  í landi Vindás 5 í eigu Katrínar Þorbjargar Guðlaugsdóttur. Skipulagið gerir ráð fyrir sex sumarhúsalóðum á landinu.

 

Samþykkt með fyrirvara um umsögn umhverfisstofnunar og tryggt verði aðgengi almennings meðfram Laxá

 

4.Tekin var fyrir deiliskipulagstillaga  í landi Vindás 6 í eigu Hildar Bjargar Guðlaugsdóttur. Sótt er um leyfi til að rækta upp land og koma í veg fyrir frekari gróðureyðingu á lóðinni.

  

    Frestað. Fram komi á uppdrætti staðsetning á vinnuskúr og hvernig aðgengi

    almennings að ánni  skuli háttað.

                      

 

                          Fleirri mál lágu ekki fyrir fundinum og var honum slitið

 

Undirskrift fundarmanna:

 

Kristján Finnsson                                        Haraldur Magnússon

 

__________________________                ____________________________

 

 

Pétur Blöndal Gíslason                             Jón Eiríkur Guðmundsson

 

___________________________            _______________________________