Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

160. fundur 11. apríl 2007 kl. 18:22 - 18:22 Eldri-fundur

                                                Skipulags og bygginganefnd

                                                          Fundur nr 11.

 

Miðvikudaginn 11. apríl 2007  var haldin fundur í Skipulags og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:

Kristján Finnsson , Pétur Blöndal, Haraldur  Magnússon formaður nefndarinnar ásamt Skipulags og byggingarfulltrúa Jón Eiríki Guðmundssyni sem einnig sá um fundarritun.

 

                        Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Bygginganefnd:

1.Hér eftir verða fundagerðir númeraðar með raðnúmerum þannig að þær falli að vefsvæði Kjósarhrepps og fær þessi númerið 11

 

 

2. Ingibjörg Jónsdóttir kt: 240370-5309 Bræðraborgarstíg 15 101 Reykjavík sækir um byggingaleyfi fyrir sumarhús úr timbri  á lóð sinni nr 5 við Skógarbraut á landi Háls.

Samþykkt

Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997

 

3. Magnús Kristmannsson kt: 090358-4649 sækir um leyfi til að byggja  geymsluhús á lóð sinni Stekkjarhól í landi Grjóteyrar.

Samþykkt

Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997

 

Skipulagsnefnd:

4.Tekin var fyrir að nýju deiliskipulag frístundahúsabyggðar í land Eyrar.

Nefndin afgreiddi skipulagstillöguna á fundi sínum þann 28. mars 2007

Eftir að afgreiðslu var lokið barst athugasemd frá Umhverfisstofnun um að lagfæra þyrfti texta í greinargerð skipulagstilögunar varðandi sjónmön vegna geymsluhúsnæðis og árétta þyrfti friðun Grafamýrar.

Í nýrri útgáfu (útgáfu 4) greinargerðarinnar hefur þetta verið lagfært.

 

Skipulagsnefnd samþykkir áorðrnar breytingar og áréttar fyrri samþykkt frá 28.mars með þeim breytingum að skipulgsskilmálar dag. 25.09.2006, útgáfa 3 verði útgáfa 4.

 

 

5.   Aðalskipulag Kjósarhrepps.

 

Tillaga Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 var auglýst, samkvæmt 18. gr. skipulags-og byggingalaga nr.73/1997  19. febrúar 2007 og lá frammi til 19. mars. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 10. april.

 

Eftirfarandi athugaemdir bárust.

 

A)Frá Steinunni Bj. Hilmarsdóttir og Sigurði Guðmundsyni Möðruvöllum 1 varðandi legu reiðleiðar um Helguholt. Þar sem leiðin er sýnd á uppdrætti hefur verið byggt íbúðarhús og akvegurinn færður. Óskað er eftir að reiðleiðin verði færð samsíða nýjum akvegi.

 

B)Frá Sigurbirni Hjaltasyni Kiðafelli  um að í aðalskipulagstillöguni á bls. 68 í lista yfir efnistökusvæði er efnisnáma E 26 sögð í landi Eyrarkots. Rétt er að náman er í landi Eyrar að 2/3 hluta og 1/3 í landi Kjósarhrepps, óskipt land.

Þar sem malarnám er talið til hlunninda fylgja þau lögbýlunum, Eyri og Eyrarkoti.

 

 

Samþykkt að beina því til hreppsnefndar að þessi atriði verði færð til réttrar vegar og þeim aðilum sem athugasemdir gerðu verði svarað og þeim kynnt niðurstaða skipulagsnefndar.

 

 

6. Tekið var fyrir í byggingaefnd bréf Arnar Hörskuldssonar  hrl  dags.  23 febrúar 2007 þar sem farið var fram á að samþykkt væri að stofna sérstaka lóð undir vélageymslu á Írafelli.

Byggingaefnd er klofin í afstöðu sinni og vísar málinu til hreppsnefndar.

 

Sér bókun Kristjáns Finnssonar er  þess efnis að Skúli Geirsson njóti jafnæðis á við aðra hvar varðar afgreiðslu stofnskjala.

 

 

 

 

 

                              Fleiri mál lágu ekki fyrir fundinum og var honum slitið

 

Undirskrift fundarmanna:

 

Kristján Finnsson                                        Haraldur Magnússon

 

__________________________                ____________________________

 

 

Pétur Blöndal Gíslason                             Jón Eiríkur Guðmundsson

 

___________________________            _______________________________