Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

7. fundur 25. janúar 2024 kl. 16:00 - 17:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Davíð Örn Guðmundsson nefndarmaður
  • Andri Jónsson varamaður
    Aðalmaður: Guðmundur H Davíðsson
  • Magnús Ingi Kristmannsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Helena Ósk Óskarsdóttir Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
  • Óskar Örn Gunnarsson
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
Fundargerð ritaði: Helena Ósk Óskarsdóttir Sérfræðingur á Skipulagssviði
Dagskrá
Formaður leitaði frábrigða og óskaði eftir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
2310018 og 2311034.

1.Háls, L126085 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi

2307021

Erindið var áður á 6. fundi skipulags- umhverfis og samgöngnunefndar þann 18. desember 2023 þar sem eftirfarandi bókun var gerð:Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd frestar afgreiðslu málsins, skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga með tilliti til athugasemda sem bárust í grenndarkynningu.

Brugðist hefur verið við athugasemd og uppfærður uppdráttur lagður fyrir.
Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Eyjafell 3, 5A, 5B og 7 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi í landi Eyja II

2311031

Erindið var áður á 5. fundi skipulags- umhverfis og samgöngnunefndar þann 31. nóvember 2023:

Lögð er fyrir tillaga að breytingu á á deiliskipulagi sumarhúsa í Landi Eyja II, svæði B. Breytingin felur í sér að sameina lóðir 3 og 5A (Landnúmer L125996 og L125998) auk þess að sameina lóðir 5B og 7 (Landnúmer L217270 og L126000) og að tilgreina nýja byggingarreiti innan þessara lóða.Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Erindið var grenndarkynnt 18.12.23 - 18.01.24 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða, engin athugasemd barst.

Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Sameining lóða Norðurnes 62 L221019 og Norðurnes 64 L226345, Norðurnes 89 L226597 og 91 L219636, breyting á afmörkun Norðurnes 73 L217141 og 74 L217116 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi

2401031

Lögð er fyrir tillaga að breytingu á á deiliskipulagi sumarhúsa í Landi Möðruvalla I, Norðurnes, efra svæði. Breytingin felur í sér að sameina lóðir 62 (L221019) og Norðurnes 64 (L226345) annars vegar og Norðurnes 89 (L226597) og Norðurnes 91 (L219636) hins vegar. Einnig er áður samþykkt breyting á afmörkun Norðurnes 73 (L217141) og Norðurnes 74 (L217116) dags. 17.01.2014 þar sem uppfærðar lóðarstærðir hafa nú þegar verið skráðar í fasteignaskrá.
Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Þorláksstaðir spilda 1, L211009 - Umsókn um stofnun lóðar

2401012

Lögð er fyrir umsókn um stofnun íbúðarhúsalóðar úr jörðinni Þorláksstaðir spilda 1, L211009 sem skv. skráningu er landbúnaðarland 21,8 ha.

Lóðin er 10 ha að stærð og fengi nafnið Stilla 2.

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýstra eiganda upprunalands.

5.Sandur, L126459 - Umsókn um stofnun lóða (landskipti)

2401013

Lögð er fyrir umsókn eigenda að jörðinni Sandi L126459 sem standa að áframhaldandi landskiptum á jörðinni. Umsóknin felur í sér stofnun fimm nýrra lóða og staðfestingu á afmörkun tveggja lóða ásamt leiðréttingu á stærð einnar lóðar.

Jörðin Sandur, L126459 er skv. aðalskipulagi landbúnaðarland og skv. skráningu 352 ha.

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna þar sem fyrir liggur samþykki þinglýstra eiganda upprunalands, þó með þeim fyrirvara um sýnilega aðkomu að lóðinni Sandslundi 17 (L215928) og kvöð um að hindra ekki aðgengi um Flekkudalsveg.

6.Stekkur 2 L206590, Stekkjarflöt L202086 - Umsókn um breytingu á afmörkun lóða og stofnun nýrrar spildu

2401009

Lögð er fyrir umsókn um breytingu á afmörkunum Stekkjarflatar (L202086) og Stekks (L206590), auk stofnunar á spildu úr lóðinni Stekk 2 (L206590) sem fengi nafnið Stekkur 6 og yrði 1852 m2 að stærð.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á afmörkunum með fyrirfara um samþykki þinglýstra eiganda lóðanna og aðliggjandi lóða auk stofnun lóðarinnar Stekks 6 með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýstra eiganda upprunalands. Nefndin bendir jafnframt á að notkun lóðanna helst óbreytt.

7.Möðruvellir hitaveita L223473 - Umsókn um framkvæmdarleyfi

2401030

Lögð er fyrir umsókn Kjósarveitna efh. um framkvæmdarleyfi fyrir borun á heitu vatni skv. afstöðumynd. Staðsetning er skv. aðalskipulagi Kjósarhrepps á athafnasvæði.

Í gildi er deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Nefndin er sammála að kynna erindið fyrir Fiskistofu og Veiðifélagi Kjósarhrepps.
Nefndin bendir jafnframt á að ef heitt vatns finnst og á áætlun er að byggja dæluhús kallar það á breytingu á gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsfulltrúa falið að veita framkvæmdarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 7 gr. reglugerðar um framkvæmdarleyfi nr. 772/2012.

8.Endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps

2310018

Vísað er í 284. fund sveitarstjórnar sem var 13. desember síðastliðinn þar sem staðfest var að Landmótun myndi vinna að endurskoðun aðaskipulags Kjósarhrepps.

Eftir samtal við Landmótun kom fram sú tillaga að stofnaður yrði vinnuhópur sem hefur það markmið að koma áherslum ólíkra hagsmunaraðila Kjósarhrepps til skila.
Skipualgs- umhverfis og samgöngunefnd fjallaði um málið og leggur til við sveitarstjórn að stofna slíkan hóp.

9.Þúfa 26, L194587 - Umsókn um byggingarheimild

2401036

Lögð er fyrir umsókn um fyrirhuguð byggingaráform um að fytja 2 hús á lóðina Þúfu 26 (L194587). Húsin verða endurbyggð á staðnum og verða að sumarhúsi, tómstundarými og gestaaðstöðu. Mhl 01 er 45 m2 og mhl 02 er 55,2 m2. Heildarbyggingarmagn verður því 100,2 m2Stærð lóðar er 2.520 m2 og nýtingarhlutfall því 0,04.

Samkvæmt fasteignaskrá er nú þegar skráð mhl 01, 51,4 m2 að stærð og mhl 02, 12,2 m2 að stærð. Byggingarnar hafa ekki verið byggðar og verða því afskráðar áður en ný byggingarheimild verður gefin út.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

10.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

2311034

Lögð eru fyrir afgreiðslumál byggingarfulltrúa sem eru í ferli eða hafa verið afgreidd.

Fundi slitið - kl. 17:00.