Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

9. fundur 26. mars 2024 kl. 16:00 - 18:30 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Ernst Christoffel Verwijnen varamaður
    Aðalmaður: Petra Marteinsdóttir
  • Davíð Örn Guðmundsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Helena Ósk Óskarsdóttir
  • Óskar Örn Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Helena Ósk Óskarsdóttir Sérfræðingur á Skipulagssviði
Dagskrá
Formaður leitar frábrigða og óskar eftir að eftirfandi mál verði sett á dagskrá fundarins:

Mál nr. 2311034 Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Mál nr. 2403035 Drög að reglum um snjómokstur og hálkuvarnir.

1.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

2311034

Afgreiðslumál byggingarfulltrúa lögð fram.
Lagt fram.

2.Þúfukot L126494 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfi

2402015

Lagt er fyrir áður samþykkt erindi Dap ehf, frá fundi nr. 123 byggingar- og skipulagsnefndar þar sem samþykkt var að breyta mhl 02 (íbúðarhús) í gistiskála og niðurrif á mhl 05 (geymsla) á jörðinni Þúfukot L126494.

Gerðar hafa verið breytingar á áður samþykktum uppdráttum varðandi aðkomu þar sem áður átti að útbúa nýja aðkomu að gistiskálanum. Frá því er horfið og sótt er um að halda í þá aðkomu sem fyrir er.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Lyngholts L213971, Hálsakots L213972, Syllu L208561, Syllu 2 L221444, Lindarbrekku L206192, Lindarbrekku 2 L221479, Þúfukot 3 L213973 og Nýja-Kot L213977 sbr. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr 123/2010.

3.Eyrarbyggð - Umsókn um nýtt deiliskipulag fyrir 48 lóðir í landi Eyrar, L126030

2402030

Tekin er fyrir tillaga að deiliskipulagi Eyrar, byggðar í sveit. Erindið var áður tekið fyrir á 8.fundi nefndarinnar en var erindinu frestað. Um er að ræða heildarskipulag af núverandi íbúðarsvæði ÍB8 í gildandi aðalskipulagi Kjósarhrepps og stækkun þess norður fyrir Hvalfjarðarveg nr. 47. Alls er gert ráð fyrir 48 lóðum á u.þ.b. 61 ha. Nýtt deiliskipulag mun taka yfir deiliskipulag fyrir 8 lóðir og við gildistöku þessa skipulags mun því deiliskipulag fyrir 8 lóðir falla úr gildi.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt með fyrirvara um breytt orðalag varðandi sorpmál og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Eyri, L126030 - Umsókn um nýtt deiliskipulag

2403034

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Eyrar, ferðaþjónusta. Í skipulagstillögunni eru 11 nýjir reitir innan lóðar skipulagðir fyrir þjónustuhús fyrir ferðaþjónustu auk þess sem byggingareitur við núverandi íbúðarhús og útihús eru staðsettir og stækkaðir. Með því er hægt að byggja við, endurbæta og viðhalda núverandi byggingum og breyta notkun þeirra úr landbúnaðarbyggingum í þjónustubyggingar. Markmið fyrirhugaðra breytinga er að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu og gefa eldri byggingum nýtt hlutverk.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Sameining lóða Langás 11, L178491 og Langás 12, L196651 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi

2403029

Tekið fyrir erindi Guðmundar Árna Þórðarsonar. Í erindinu er sótt um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi frístundasvæðis í landi Neðra-Háls. Erindið tekur á sameiningu lóðanna Langás 11 L178491 og Langás 12 L196651. Reitur F19 á aðalskipulagi. Eftir breytingu verður sameinuð lóð 11.181 m2.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir breytinguna, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki landeiganda. Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd telur ekki þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
Fylgiskjöl:

6.Háls, L126085 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi, Ennisbraut 1, L126095

2402027

Tekið fyrir erindi Ingiþórs Björnssonar. Erindið var áður tekið fyrir á 8. fundi nefndarinnar en erindinu var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 6. mars sl. Í erindinu er sótt um óverulega breytingu á deiliskipulagi í landi Háls L126085 í Kjósarhreppi. Breyting felur í sér uppskiptingu lóðar Ennsibrautar 1 í tvær lóðir. Stærð lóða verður eftir breytingu 5000 m2 og austari byggingareitur minnkar við breytinguna. Fyrir liggja endurbætt skipulagsgögn þar sem gert er betur grein fyrir aðkomu að lóðunum.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um leiðréttar mælieiningar á hæð og stærð bygginga á uppdrætti. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

7.Skipað í starfshóp um endurskoðun Aðalskipulags Kjósarhrepps

2403032

Lögð er fram tillaga að starfshóp um endurskoðun Aðalskipulags Kjósarhrepps. Lagt er til að eftirtaldir taki sæti í starfshópnum: Elís Guðmundsson, formaður skipulags- umhverfis og samgöngunefndar, Magnús Kristmannsson varaformaður skipulags- umhverfis og samgöngunefndar, Ólöf Ósk Guðmundsdóttir fulltrúi bænda, landbúnaðar og landeiganda, Skúli Mogensen fulltrúi ferðaþjónustu og fyrirtækja og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir fulltrúi sumarhúsaeiganda.
Lagt er til að Elís Guðmundsson formaður skipulags- umhverfis og samgöngunefndar verði formaður starfshópsins.
Samþykkt samhljóða.

8.Umsagnarbeiðni vegna framleiðslu rafeldsneytis á Grundartanga, nr. 02842024

2403025

Tekin fyrir umsagnarbeiðni vegna framleiðslu rafeldsneytis á Grundartanga. Markmið framkvæmdarinnar er að byggja upp framleiðslu á grænu eldsneyti þar sem framleidd verði um 750.000 tonn af grænu ammoníaki. Framleiðslan er fyrirhuguð í þremur áföngum og hver um sig hefur um 250.000 tonna framleiðslugetu af ammoníaki. Reisa þarf byggingar yfir framleiðslueiningarnar og eru þær flestar um 10-20 metra háar. Kyndill er hæsta mannvirkið, um 60 metra hár turn sem mun standa á vesturenda lóðarinnar.

Fylgiskjöl eru að finna á skipulagsvefsjánni, málsnr. 284/2024.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd hefur farið yfir umhverfismatsskýrslu og bendir á að ný mannvirki á Grundartanga munu verða, vegna aukins umfangs mannvirkja, talsvert áberandi frá frístundabyggðasvæðum og íbúðarbyggð í Kjósarhreppi. Því er mikilvægt að við hönnun nýrra mannvirkja að vandað verði við frágang og efnisval til að minnka sem mest ásýndaráhrif en einnig að lýsing verði lágmörkuð eins og kostur er til að takmarka frekari ljósmengun frá svæðinu.
Nefndin telur jafnframt þessar framkvæmdir hafa víðtæk sjónræn, hljóðræn og vistvæn áhrif, auk þess sem gera má ráð fyrir aukinni umferð skipa og hvetur sveitarstjórn að skila inn umsögn með tilliti til þessara þátta.

9.Vordagar í Kjós

2402008

Tekið er til umræðu umhverfisátakið ,,Vordagar í Kjós'' sem er áætlað að halda dagana 25-27 apríl næstkomandi. Tilgangur þessa átakst er að hvetja fólk til tiltektar í nærumhverfi og víðar.
Lagt er til við sveitarstjórn að auglýsa eftirtalda daga og hvetja íbúa og félagasamtök til þess að taka þátt.

10.Tillögur til lækkunar á kostnaði vegna úrgangsmála

2403031

Lagðar eru fram til umræðu tillögur til lækkunar á kostnaði við meðferð úrgangs í Kjósarhreppi.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd lýst vel á framlagðar tillögur og hvetur sveitarstjórn til þess að leita enn frekari leiða til hagræðingar í sorphirðumálum sveitarfélagsins.

11.Viðmiðunarreglur um snjómokstur og hálkuvarnir í Kjósarhreppi

2403035

Lögð eru fram til umræðu drög að viðmiðunarreglum um snjómokstur og hálkuvarnir í Kjósarhreppi.
Drögum vísað til kynningar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 18:30.