Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd
Dagskrá
1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7
2504001F
- 1.1 2412013 Stampar 8, L199321 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7 Umsókn samrýmist lögum nr. 160/2010 og er hér með gefin út byggingarheimild.
- 1.2 2403021 Vatnsbakkavegur 11, L228627 Umsókn um byggingarheimild eða- leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7 Umsókn samrýmist lögum nr. 160/2010 og er hér með gefin út byggingarheimild. Lóðarstærð 4000m2 byggingarmagn 0,03.
- 1.3 2503043 Langimelur 4, L232904 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7 Umsókn samrýmist lögum nr. 160/2010 og er hér með gefin út byggingarheimild. Lóðarstærð 5500m2 byggingarmagn 0,03.
2.Þúfukot,L126494 ferðaþjónusta - umsókn um deiliskipulag
2411035
Tekin fyrir eftir auglýsingu tillaga að deiliskipulagi ferðþjónustu í Þúfukoti. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 1. apríl 2025. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarstofnun, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Náttúrufræðistofnun, RARIK og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögnum þar sem komið hefur verið til móts við umsagnir. Eftirfarandi breytingar voru gerðar á skipulagsgögnum:
Breytingar á uppdrætti:
- Bætt er við mógröf 3359-2 ásamt helgunarsvæði.
Breytingar á greinargerð:
- Í kafla 2.2 Staðhættir er bætt við upplýsingum um fjarlægðir við Kjúklingabúið Kraftungar.
- Kafli 2.3 Fornminjar er uppfærður miðað við uppfærða minjaskráningu.
- Í kafla 3.3 Veitur og sorp er bætt við nánari upplýsingum um staðsetningu vatnsbóls.
- Bætt er inn nýjum kafla 3.4. Kvaðir. Kvöð er sett á nýjar vegtengingar innan skipulagssvæðisins.
- Í umhverfismatsskýrslu var bætt við umhverfisþættinum gróðri og áhrif á gróður metin.
Breytingar á uppdrætti:
- Bætt er við mógröf 3359-2 ásamt helgunarsvæði.
Breytingar á greinargerð:
- Í kafla 2.2 Staðhættir er bætt við upplýsingum um fjarlægðir við Kjúklingabúið Kraftungar.
- Kafli 2.3 Fornminjar er uppfærður miðað við uppfærða minjaskráningu.
- Í kafla 3.3 Veitur og sorp er bætt við nánari upplýsingum um staðsetningu vatnsbóls.
- Bætt er inn nýjum kafla 3.4. Kvaðir. Kvöð er sett á nýjar vegtengingar innan skipulagssvæðisins.
- Í umhverfismatsskýrslu var bætt við umhverfisþættinum gróðri og áhrif á gróður metin.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Trana L126440, Ósk um Deiliskipulagbreytingu
2411002
Tekin fyrir eftir auglýsingu tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar Trönu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 1. apríl 2025. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarstofnun, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögnum þar sem komið hefur verið til móts við umsagnir.
Eftirfarandi breytingar voru gerðar á skipulagsgögnum:
Bætt var við upplýsingum um staðsetningu vatnsbóls og kafli um minjar uppfærður.
Eftirfarandi breytingar voru gerðar á skipulagsgögnum:
Bætt var við upplýsingum um staðsetningu vatnsbóls og kafli um minjar uppfærður.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Berjabraut 12, L199291- Umsókn um breytingu á skráningu lóðar
2504018
Tekin er fyrir umsókn Jóns Guðmundssonar um breytingu á stærð lóðarinnar Berjabraut 12 L199291 skráð stærð 2255 m2. Við hana bætist 636,1 m2 spilda úr landi Háls, eftir breytingu 2891,1 m2. Í gildi er deiliskipulag. Fyrir liggur merkjalýsing.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að breyting á að stærð lóðarinnar kallar á breytingu á deiliskipulagi þar sem ekki er samræmi á milli nýrrar stærðar lóðar og uppgefinnar stærðar í gildandi deiliskipulagi. Nefndin bendir á að stærð aðliggjandi lóða mun minnka við þessa breytingatillögu. Nefndin felur Verkefnastjóra að ræða við umsóknaraðila, lóðarhafa nærliggjandi lóða og landeigendur um gerð deiliskipulagsbreytingar.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins.
5.Hálsaskógur, L230711 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1
2504014
Lögð er fyrir umsókn Brynhildar Jónsdóttur dags. 07.04.2025 um fyrirhuguð byggingaráform á 106,8 m2 frístundarhúsi mhl 01 og 7,5 m2 útigeymslu mhl 02 á lóðinni Hálsaskógur L230711. Stærð lóðar er 20.000 m2 og yrði nýtingarhlutfall 0,005. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Tenging er af Eyrarfjallsveg er á lóðina og aðliggjandi lóðir.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Grendarkynnt fyrir lóðunum Lækjarhvammur L230710, Hólalækur L230707, Bær L210357 og Stapakot L230708. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Vakin er athygli á að leiðrétta þarf lóðarmörk L230708 Stapakot með tilliti til vegtengingar.
6.Káraneskot, L126142 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1
2503036
Lögð er fyrir umsókn Guðmundar Magnússonar dags. 27.03.2025 um fyrirhuguð byggingaráform á 160,0 m2 Birgðargeymslu mhl 14 á jörðinni Káraneskoti .
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Fundi slitið - kl. 17:00.