Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

22. fundur 28. maí 2025 kl. 16:00 - 17:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson nefndarmaður
  • Andri Jónsson varamaður
  • Þorbjörg Skúladóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Óskar Örn Gunnarsson
  • Olgeir Olgeirsson
Fundargerð ritaði: Olgeir Olgeirsson Verkefnastjóri Skipulags- og Byggingarsviðs
Dagskrá

1.Breyting á DSK Sandsá

2503034

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar við Sandsá. Um er að ræða skilmálabreytingu þar sem byggingarskilmálar er breytt á þann hátt að leyfilegur þakhalli á byggingum er breytt úr því að vera á bilinu 20°-45° yfir í 12°-45°. Tillagan var grenndarkynnt með athugasemdafresti til 4. maí 2025. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust á kynningartíma.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Hlíð 18, L126204 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2503022

Tekin er fyrir umsókn Ragnheiðar Guðnadóttir dags. 14.03.2025 um fyrirhuguð byggingaráform á 122,6 m2 frístundarhúsi mhl 01 á lóðinni Hlíð 18. Stærð lóðar er 3523m2 og yrði nýtingarhlutfall 0,03. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Erindið var áður á 20. fundi Skipulags- umhverfis og samgöngunefndar 27. mars 2025 og því frestað þar sem gögn samræmdust ekki aðalskipulagi. Ný gögn liggja fyrir.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið með fyrirvara um uppfærðar teikningar í samræmi við umsókn um byggingu mhl 01 122,6 m2 og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

3.Valdastaðir, L126475, Hús - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 3

2504027

Lögð er fyrir umsókn Marinos Maronóssonar um fyrirhuguð byggingaráform á íbúðarhúsi mhl 04. Um er að ræða nýbyggingu í landi Valdastaða. Húsið er íbúðarhús á 2 hæðum með hálf niður gröfnum kjallara. Bygging er í notkunarflokki 3 - skv. gr 9.1.3, BR 112/2012. Brúttó m2 692,2 m2 á landbúnaðarlandi.

Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd frestar málinu og felur verkefnastjóra að óska eftir frekari gögnum og vekur athyggli á að í aðalskipulagi er getið til um stærð íbúðarhúsa sé að hámarki 650 m2.

4.Valdastaðir, L126475, Tækjageymsla - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 3

2504032

Lögð er fyrir umsókn Marinó Marinóssonar á byggignarheimild fyrir fyrirhugaða breytingu á nýtingu mhl 09 við Valdastaði. Breytingin felur í sér að alifuglahúsi og skemmu er breytt í tækjageymslu og fjölnotasal. Einnig er breyting gerð á ytra byrði húss, gluggum og hurðum.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

5.Steðjabrekka, Hvammsvík L126106 Umsókn um stofnun lóða

2504031

Lögð er fyrir Stofnun lóðar úr landi Hvammsvíkur sem getið er í afsali frá 1977 undanþegin "landspilda vestan Skeiðhóls, ofan vegs, ca 5000 fm. að stærð". Þessi lóð er merkt inn á deiliskipulag Hvammsvíkur og merkt sem ekki skipulögð. Merkjalýsing liggur fyrir og búið að hnita afmörkun lóðarinnar.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi undirrituð merkjalýsing lóðarinnar.

6.Miðbúð 1, L 210760 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2502033

Tekin er fyrir umsókn Andreas Dedler um breytingu á skráningu lóðarinnar Miðbúð 1 L210760 úr því að vera frístundalóð í að vera íbúðarhúsalóð. Nærliggjandi lóðir Miðbúð 2,3 og 4 eru frístundalóðir en lóðirnar Miðbúð 5,6,7 íbúðarhúsalóðir.

Til stendur að rífa núverandi hús og nýtt íbúðarhús byggt. Teikningar liggja fyrir á málinu.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hafnar umsókn þar sem lóðin uppfyllir ekki kröfur aðalskipulags um stærðir íbúðarhúsalóða.

7.Kaffi Kjós L173107 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar - Heiti lóðar

2504024

Tekin er fyrir umsókn Ferðaþjónustu Hjalla ehf um breytta skráningu lóðarinnar Kaffi Kjós L173107 úr verslunar - og þjónustulóð í íbúðarhúsalóð. Sem og að staðfangi lóðar verði breytt úr Kaffi Kjós í Hulduhlíð en lóðin stendur við Meðalfellsveg 50 sem er 3500 m2 lóð.
Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd mælist til þess við sveitarstjórn að staðfangi verði breytt í Meðalfellsvegur 50 og stofnað verði sérheitið Hulduhlíð. Nefndin hafnar umsókn um breytingu á skráningu lóðar þar sem lóðin uppfyllir ekki kröfur aðalskipulags um stærðir íbúðarhúsalóða.
Fylgiskjöl:
Formaður víkur af fundi og Magnús tekur við fundarstjórn.
Elís kemur aftur inn á fundinn.

8.Hlíðarás, L126103 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1

2505028

Lögð er fyrir umsókn Hagólls ehf. dags. 23.09.2024 um fyrirhuguð byggingaráform á 452,6 m2 fjárhúsi í umfangsflokki 1 á landbúnaðarjörðinni Hllíðarás í Kjós L126103. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Eldri fjárhús sem komin eru til ára sinna verða rifin og ný fjárhús byggð á sama stað.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

9.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

2311034

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.